Stefnir stórstjörnum til Íslands 5. desember 2008 06:30 Sigurjón Sighvats Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. „Tökurnar gengu ótrúlega vel og hún virðist líta vel út," segir Sigurjón. Efni myndarinnar ætti að eiga vel upp á pallborðið hjá bandarískum áhorfendum. Myndin segir frá því hvernig líf tveggja bræðra tekur stakkaskiptum eftir að annar þeirra er sendur í stríðið gegn hryðjuverkum í Afganistan. Meðal annarra leikara er Sam Shepard en hann leikur einmitt líka stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. Sigurjón hefur unnið ötullega að því að koma fatamerkinu sínu 66° Norður að í Hollywood. Gyllenhaal hefur verið myndaður í fatnaði frá fyrirtækinu, Anita Briem klæddist flísfatnaðinum í The Journey to the Center of Earth og ekki þarf að hafa mörg orð um ást bandaríska leikstjórans Quentins Tarantino á vörumerkinu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að 66° Norður kemur einnig við sögu í Brothers. „Natalie Portman er vel dúðuð í fatnaði frá 66° Norður í tveimur skautasenum sem er að finna í myndinni," segir Sigurjón. Ráðgert er að kvikmyndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er Jim Sheridan. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. „Tökurnar gengu ótrúlega vel og hún virðist líta vel út," segir Sigurjón. Efni myndarinnar ætti að eiga vel upp á pallborðið hjá bandarískum áhorfendum. Myndin segir frá því hvernig líf tveggja bræðra tekur stakkaskiptum eftir að annar þeirra er sendur í stríðið gegn hryðjuverkum í Afganistan. Meðal annarra leikara er Sam Shepard en hann leikur einmitt líka stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. Sigurjón hefur unnið ötullega að því að koma fatamerkinu sínu 66° Norður að í Hollywood. Gyllenhaal hefur verið myndaður í fatnaði frá fyrirtækinu, Anita Briem klæddist flísfatnaðinum í The Journey to the Center of Earth og ekki þarf að hafa mörg orð um ást bandaríska leikstjórans Quentins Tarantino á vörumerkinu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að 66° Norður kemur einnig við sögu í Brothers. „Natalie Portman er vel dúðuð í fatnaði frá 66° Norður í tveimur skautasenum sem er að finna í myndinni," segir Sigurjón. Ráðgert er að kvikmyndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er Jim Sheridan.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira