Fótbolti

Adriano var í sjálfsmorðshugleiðingum

AFP

Brasilíski framherjinn Adriano hefur verið að ná sér á strik á ný með liði Sao Paulo í heimalandinu þar sem sex mánaða lánssamningur hans frá Inter Milan er brátt á enda.

Adriano sökk í þunglyndi og áfengisneyslu eftir að faðir hans lést fyrir um 18 mánuðum síðan og forráðamenn Inter samþykktu að lána hann til Brasilíu í þeirri von að hann næði sér á strik á ný.

"Adriano átti mjög erfitt uppdráttar á þessum tíma. Fjölmiðlamenn umkringdu heimili okkar og hann var mjög langt niðri. Hann var í sjálfsmorðshugleiðingum eftir að faðir hans dó," sagði móðir hans.

"Hann var svo ungur þegar hann fór til Ítalíu og þekkti engann og hafði engan að," sagði móðirin.

Adriano snýr brátt til Inter á ný eftir lánssamningi hans lýkur, en því er haldið fram að hann verði seldur frá félaginu fljótlega í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×