Á flótta undan réttvísinni 23. október 2008 06:00 Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í kröppum dansi í myndinni Eagle Eye. Frumsýnd verður hér á landi um helgina kvikmyndin Eagle Eye, sem skartar þeim Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í aðalhlutverkum. Í myndinni Eagle Eye kynnast áhorfendur letingjanum Jerry sem verður fyrir því óláni að missa tvíburabróður sinn í bílslysi. Í kjölfarið fara undarlegir atburðir að gerast; íbúð Jerrys fyllist af sprengiefni og vopnum og bandaríska alríkislögreglan handtekur hann. Hjálp berst honum þó frá óþekktri kvenmannsrödd í síma sem aðstoðar hann við að flýja frá lögreglunni. Á sama tíma berst einstæðu móðurinni Rachel, sem Michelle Monaghan leikur, símtal þar sem líf sonar hennar er sagt í hættu nema hún hlýði fyrirmælum hringjandans í einu og öllu. Röddin í símanum leiðir þau Jerry og Rachel saman og setur þeim fyrir ýmis vandmeðfarin verkefni sem leiða þau á endanum til Washington D.C., en þar verður tengingin við bróður Jerrys sem og skelfileg áform raddarinnar loks ljós. Ekki hefur mikið borið á aðalleikurum myndarinnar, þeim Michelle Monaghan og Shia LeBeouf, fram að þessu, en hugsanlega verður breyting á högum þeirra í kjölfar Eagle Eye. Shia LeBeouf kannast þó kannski sumir við úr kvikmyndinni Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér á landi í byrjun sumars, en þar fór hann með hlutverk sonar sjálfs Indiana Jones. Stærsta hlutverk Michelle Monaghan fram til þessa var í myndinni Gone Baby Gone þar sem hún lék á móti Casey Affleck, en íslenskir bíógestir gætu hafa séð henni bregða fyrir í myndinni Made of Honor sem hér var sýnd í sumar. Leikstjóri Eagle Eye er D.J. Caruso, en hann á að baki myndirnar Disturbia og The Salton Sea, ásamt því að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttum á borð við The Shield og Robbery Homicide Division. Caruso hefur því talsverða reynslu af því að skapa ímyndaðan heim glæpamennsku og löggæslu sem hann nýtti sér eflaust við vinnslu þessarar nýjustu kvikmyndar sinnar. Eagle Eye hefur hlotið misjafna dóma í erlendum miðlum; á vefsíðunni www.imdb.com fær hún 6,9 af tíu mögulegum en hjá www.rottentomatoes.com fær hún einkunnina 29%. Það má því leiða að því líkur að myndin falli vel í kramið hjá forföllnum aðdáendum hasarmynda, en fari ef til vill fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum. Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Frumsýnd verður hér á landi um helgina kvikmyndin Eagle Eye, sem skartar þeim Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í aðalhlutverkum. Í myndinni Eagle Eye kynnast áhorfendur letingjanum Jerry sem verður fyrir því óláni að missa tvíburabróður sinn í bílslysi. Í kjölfarið fara undarlegir atburðir að gerast; íbúð Jerrys fyllist af sprengiefni og vopnum og bandaríska alríkislögreglan handtekur hann. Hjálp berst honum þó frá óþekktri kvenmannsrödd í síma sem aðstoðar hann við að flýja frá lögreglunni. Á sama tíma berst einstæðu móðurinni Rachel, sem Michelle Monaghan leikur, símtal þar sem líf sonar hennar er sagt í hættu nema hún hlýði fyrirmælum hringjandans í einu og öllu. Röddin í símanum leiðir þau Jerry og Rachel saman og setur þeim fyrir ýmis vandmeðfarin verkefni sem leiða þau á endanum til Washington D.C., en þar verður tengingin við bróður Jerrys sem og skelfileg áform raddarinnar loks ljós. Ekki hefur mikið borið á aðalleikurum myndarinnar, þeim Michelle Monaghan og Shia LeBeouf, fram að þessu, en hugsanlega verður breyting á högum þeirra í kjölfar Eagle Eye. Shia LeBeouf kannast þó kannski sumir við úr kvikmyndinni Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér á landi í byrjun sumars, en þar fór hann með hlutverk sonar sjálfs Indiana Jones. Stærsta hlutverk Michelle Monaghan fram til þessa var í myndinni Gone Baby Gone þar sem hún lék á móti Casey Affleck, en íslenskir bíógestir gætu hafa séð henni bregða fyrir í myndinni Made of Honor sem hér var sýnd í sumar. Leikstjóri Eagle Eye er D.J. Caruso, en hann á að baki myndirnar Disturbia og The Salton Sea, ásamt því að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttum á borð við The Shield og Robbery Homicide Division. Caruso hefur því talsverða reynslu af því að skapa ímyndaðan heim glæpamennsku og löggæslu sem hann nýtti sér eflaust við vinnslu þessarar nýjustu kvikmyndar sinnar. Eagle Eye hefur hlotið misjafna dóma í erlendum miðlum; á vefsíðunni www.imdb.com fær hún 6,9 af tíu mögulegum en hjá www.rottentomatoes.com fær hún einkunnina 29%. Það má því leiða að því líkur að myndin falli vel í kramið hjá forföllnum aðdáendum hasarmynda, en fari ef til vill fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum.
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira