Fritzl vakti óhug í Hallgrímskirkju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. maí 2008 14:44 Josef Fritzl. MYND/AP Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð. Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð.
Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira