Enski boltinn

Flamini fer fram á himinhá laun hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mathieu Flamini fagnar marki með Emmanuel Adebayor.
Mathieu Flamini fagnar marki með Emmanuel Adebayor. Nordic Photos / Getty Images

Mathieu Flamini segir að Arsenal verði að bjóða jafn vel og AC Milan ætli liðið sér að halda honum.

Þetta kemur fram í Daily Mail í dag en samningur Flamini rennur út nú í lok tímabilsins. Hann hefur ekki skrifað undir framlengingu á samningi sínum en hann mun hafa ákveðið að ganga til liðs við AC Milan sem er reiðubúið að borga honum 144 þúsund pund í vikulaun, um 22 milljónir króna.

Ástæðan fyrir því að AC Milan getur borgað honum svo vel er sú að félagið þarf ekki að greiða neitt fyrir hann þar sem Flamini verður samningslaus í sumar.

Flamini er 24 ára gamall og hefur þótt með betri leikmönnum Arsenal á leiktíðinni. Hann gekk til liðsins árið 2004 frá Marseille í heimalandi sínu.

Upphaflega gaf Arsene Wenger, stjóri Arsenal, Flamini frest til 30. apríl til að gera upp hug sinn en hefur nú framlengt þann frest til mánudags.

Það þykir nánast ómögulegt að Arsenal sé reiðubúið að bjóða Flamini jafn há laun og AC Milan er sagt tilbúið að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×