Stjörnur framtíðarinnar 20. nóvember 2008 06:00 Nick and Norah´s Infinite Playlist Michael Cera og Kat Dennings í hlutverkum Nick og Nora í myndinni Nick and Norah´s Infinite Playlist. Michael Cera og Kat Dennings leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni Nick and Norah's Infinite Playlist sem verður frumsýnd hérlendis á föstudaginn. Freyr Bjarnason ræddi við þessa ungu og efnilegu leikara. Hin prýðilega Nick and Norah" s Infinite Playlist gerist kvöld eitt í New York-borg og fjallar um leit Noruh, Nicks og vina hans að bestu vinkonu Noruh sem hefur týnst á fylleríi. Á meðan á leitinni stendur kynnast Norah og Nick sífellt betur hvort öðru, allt þar til fyrrverandi kærasta Nicks kemst upp á milli þeirra. Skemmtu sér í New YorkHinn tvítugi Michael Cera er þekktur hérlendis úr gamanmyndinni Superbad sem naut mikilla vinsælda. Einnig fór hann með aukahlutverk í Juno þar sem hann lék ungan barnsföður aðalpersónunnar. Dennings, sem er 22 ára, er aftur á móti minna þekkt en vakti fyrst athygli fyrir lítið hlutverk í 40 Year Old Virgin. Einnig hefur hún leikið í Big Momma"s House 2, The House Bunny og þáttunum ER.Bæði Cera og Dennings skemmtu sér vel við tökur á Nick and Norah"s Infinite Playlist, sem stóðu yfir í tvo mánuði. „Ég skemmti mér vel allan tímann og fannst leiðinlegt þegar tökunum lauk," segir Cera og Dennings bætir við: „Þetta var virkilega gaman og við hlógum mikið. Það var frábært að vera svona lengi í New York." Spennt fyrir Iceland AirwavesBáðar persónur þeirra í myndinni eru tónlistarunnendur og segjast þau sjálf einnig fylgjast vel með tónlist. „Ég hef eiginlega gaman af öllu fyrir utan nútíma sveitatónlist. Ég hlusta á allt sem ég mögulega kemst yfir," segir Dennings og þá kveður Cera sér til hljóðs alvarlegur í bragði: „Ég fíla nútíma kántrí".Bandaríska hljómsveitin Vampire Weekend á lag í myndinni og spilaði hún einmitt á Iceland Airwaves-hátíðinni í síðasta mánuði. „Það væri gaman að koma þangað," svöruðu Cera og Dennings spennt, þegar þau voru spurð hvort þau ætluðu ekki að kíkja einhvern tímann til Íslands á hátíðina. Gaman á tökustaðCera og Dennings eru bæði ungir og efnilegir leikarar sem eru stöðugt í sviðsljósinu. Cera er ekki sammála því að hann sé undir miklum þrýstingi í starfi sínu. „Mér finnst gaman að vera á tökustað og finnst umhverfið skemmtilegt. Fólkið sem vinnur við kvikmyndir er indælt og það er gaman að geta unnið við þetta."Dennings segist elska leiklistina og ætlar ekki að láta utanaðkomandi aðila trufla sig. „Ég verð á endanum þrítug og svo fertug, þannig að þá verð ég ekkert efnileg heldur bara leikkona. Ég elska leiklist enda valdi ég hana sem ævistarf. Á meðan ég get stundað það er mér sama hvað fólk kallar mig." Japanska og Paul AusterDennings segist sofa mikið í frítíma sínum enda eigi hún virkilega mjúk sængurföt. Einnig les hún mikið og nefnir þar bækur Harukis Murakami, Douglas Adams og Jeeves-bækurnar eftir P. G. Woodhouse. „Þær eru mjög upplífgandi og fyndnar en líka stuttar og þess vegna er gott að lesa þær á flugvöllum." Cera les einnig mikið og nefnir John Fonte, Paul Auster, Charles Portiff sem sína uppáhaldshöfunda.Þrátt fyrir ungan aldur er hvorugt þeirra í námi enda á leiklistin hug þeirra allan. „Kannski fer ég einhvern tímann í nám ef það er eitthvað sérstakt sem ég vil læra," segir Cera, sem býr í Los Angeles eins og Dennings. Hún segist hafa reynt að læra japönsku í tvö ár með misjöfnum árangri. „Það er mjög erfitt að kenna sjálfum sér japönsku. Til að ná tungumálinu held ég að ég verði að fara á námskeið eða fá mér kennara. Ég hef líka mjög gaman af jarðfræði, hún hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér." Stór hlutverk fram undanNæg verkefni eru fram undan hjá þeim báðum. Á næsta ári kemur út Youth in Revolt með Cera í aðalhlutverki þar sem hann leikur á móti Steve Buscemi og Ray Liotta, en Dennings leikur í Defendor þar sem hún fer með aðalhlutverkið á móti Woody Harrelson.Fastlega má búast við því að þau festi sig rækilega í sessi í Hollywood í framtíðinni enda koma þau fyrir sjónir sem ákaflega geðþekkar en jafnframt jarðbundnar manneskjur sem vita vel hvað þarf til að ná árangri í hörðum heimi kvikmyndanna. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Michael Cera og Kat Dennings leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni Nick and Norah's Infinite Playlist sem verður frumsýnd hérlendis á föstudaginn. Freyr Bjarnason ræddi við þessa ungu og efnilegu leikara. Hin prýðilega Nick and Norah" s Infinite Playlist gerist kvöld eitt í New York-borg og fjallar um leit Noruh, Nicks og vina hans að bestu vinkonu Noruh sem hefur týnst á fylleríi. Á meðan á leitinni stendur kynnast Norah og Nick sífellt betur hvort öðru, allt þar til fyrrverandi kærasta Nicks kemst upp á milli þeirra. Skemmtu sér í New YorkHinn tvítugi Michael Cera er þekktur hérlendis úr gamanmyndinni Superbad sem naut mikilla vinsælda. Einnig fór hann með aukahlutverk í Juno þar sem hann lék ungan barnsföður aðalpersónunnar. Dennings, sem er 22 ára, er aftur á móti minna þekkt en vakti fyrst athygli fyrir lítið hlutverk í 40 Year Old Virgin. Einnig hefur hún leikið í Big Momma"s House 2, The House Bunny og þáttunum ER.Bæði Cera og Dennings skemmtu sér vel við tökur á Nick and Norah"s Infinite Playlist, sem stóðu yfir í tvo mánuði. „Ég skemmti mér vel allan tímann og fannst leiðinlegt þegar tökunum lauk," segir Cera og Dennings bætir við: „Þetta var virkilega gaman og við hlógum mikið. Það var frábært að vera svona lengi í New York." Spennt fyrir Iceland AirwavesBáðar persónur þeirra í myndinni eru tónlistarunnendur og segjast þau sjálf einnig fylgjast vel með tónlist. „Ég hef eiginlega gaman af öllu fyrir utan nútíma sveitatónlist. Ég hlusta á allt sem ég mögulega kemst yfir," segir Dennings og þá kveður Cera sér til hljóðs alvarlegur í bragði: „Ég fíla nútíma kántrí".Bandaríska hljómsveitin Vampire Weekend á lag í myndinni og spilaði hún einmitt á Iceland Airwaves-hátíðinni í síðasta mánuði. „Það væri gaman að koma þangað," svöruðu Cera og Dennings spennt, þegar þau voru spurð hvort þau ætluðu ekki að kíkja einhvern tímann til Íslands á hátíðina. Gaman á tökustaðCera og Dennings eru bæði ungir og efnilegir leikarar sem eru stöðugt í sviðsljósinu. Cera er ekki sammála því að hann sé undir miklum þrýstingi í starfi sínu. „Mér finnst gaman að vera á tökustað og finnst umhverfið skemmtilegt. Fólkið sem vinnur við kvikmyndir er indælt og það er gaman að geta unnið við þetta."Dennings segist elska leiklistina og ætlar ekki að láta utanaðkomandi aðila trufla sig. „Ég verð á endanum þrítug og svo fertug, þannig að þá verð ég ekkert efnileg heldur bara leikkona. Ég elska leiklist enda valdi ég hana sem ævistarf. Á meðan ég get stundað það er mér sama hvað fólk kallar mig." Japanska og Paul AusterDennings segist sofa mikið í frítíma sínum enda eigi hún virkilega mjúk sængurföt. Einnig les hún mikið og nefnir þar bækur Harukis Murakami, Douglas Adams og Jeeves-bækurnar eftir P. G. Woodhouse. „Þær eru mjög upplífgandi og fyndnar en líka stuttar og þess vegna er gott að lesa þær á flugvöllum." Cera les einnig mikið og nefnir John Fonte, Paul Auster, Charles Portiff sem sína uppáhaldshöfunda.Þrátt fyrir ungan aldur er hvorugt þeirra í námi enda á leiklistin hug þeirra allan. „Kannski fer ég einhvern tímann í nám ef það er eitthvað sérstakt sem ég vil læra," segir Cera, sem býr í Los Angeles eins og Dennings. Hún segist hafa reynt að læra japönsku í tvö ár með misjöfnum árangri. „Það er mjög erfitt að kenna sjálfum sér japönsku. Til að ná tungumálinu held ég að ég verði að fara á námskeið eða fá mér kennara. Ég hef líka mjög gaman af jarðfræði, hún hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér." Stór hlutverk fram undanNæg verkefni eru fram undan hjá þeim báðum. Á næsta ári kemur út Youth in Revolt með Cera í aðalhlutverki þar sem hann leikur á móti Steve Buscemi og Ray Liotta, en Dennings leikur í Defendor þar sem hún fer með aðalhlutverkið á móti Woody Harrelson.Fastlega má búast við því að þau festi sig rækilega í sessi í Hollywood í framtíðinni enda koma þau fyrir sjónir sem ákaflega geðþekkar en jafnframt jarðbundnar manneskjur sem vita vel hvað þarf til að ná árangri í hörðum heimi kvikmyndanna.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira