Ekta mexíkóskur matur 10. júlí 2008 06:00 María segir salatið vera mjög vinsælt í Mexíkó, en þar sé gjarnan notaður geitaostur í stað fetaosts. „Við erum eiginlega steinhissa yfir því hvað það gengur vel,“ segir María Hjálmtýsdóttir sem rekur veitingastaðinn Santa María á Laugaveginum ásamt eiginmanni sínum, Ernesto Ortiz Alvarez, en staðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því að hann var opnaður 1. mars. „Okkur fannst vanta veitingastað sem byði upp á ekta mexíkóskan mat, svo við enduðum á því að opna einn slíkan sjálf. Við rákum okkur fljótt á að okkur vantaði margs konar hráefni sem er ekki fáanlegt hér á landi, en margt af því höfum við getað pantað frá Spáni, svo sem maísmjöl og ýmiss konar sósur, en íslenskir garðyrkjubændur voru mjög liðlegir og rækta græna tómata sérstaklega fyrir okkur,“ útskýrir María. „Ernesto er svo að fara til Mexíkó í hálfgerða „átferð“ til að smakka ýmsa rétti og fá hugmyndir að nýjum uppskriftum fyrir matseðilinn. Hann tekur svo mömmu sína með sér til landsins í bakaleiðinni, en hún ætlar að hjálpa okkur að útfæra réttina,“ bætir hún við. „Við leggjum mikið upp úr heimilislegu og glaðlegu viðmóti eins og tíðkast í Mexíkó og okkur finnst mikilvægt að maturinn sé ódýr svo fólk geti leyft sér að fara oftar út að borða,“ útskýrir María en viðurkennir að það sé erfitt að halda verðinu í lágmarki á meðan verð á hráefni fer hækkandi. „Við munum samt sem áður halda verðinu svo lengi sem við komum út á núlli,“ segir María að lokum og gaf okkur smá forskot á sæluna með uppskrift að salati sem er væntanlegt á matseðil Santa María. Matur Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið
„Við erum eiginlega steinhissa yfir því hvað það gengur vel,“ segir María Hjálmtýsdóttir sem rekur veitingastaðinn Santa María á Laugaveginum ásamt eiginmanni sínum, Ernesto Ortiz Alvarez, en staðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því að hann var opnaður 1. mars. „Okkur fannst vanta veitingastað sem byði upp á ekta mexíkóskan mat, svo við enduðum á því að opna einn slíkan sjálf. Við rákum okkur fljótt á að okkur vantaði margs konar hráefni sem er ekki fáanlegt hér á landi, en margt af því höfum við getað pantað frá Spáni, svo sem maísmjöl og ýmiss konar sósur, en íslenskir garðyrkjubændur voru mjög liðlegir og rækta græna tómata sérstaklega fyrir okkur,“ útskýrir María. „Ernesto er svo að fara til Mexíkó í hálfgerða „átferð“ til að smakka ýmsa rétti og fá hugmyndir að nýjum uppskriftum fyrir matseðilinn. Hann tekur svo mömmu sína með sér til landsins í bakaleiðinni, en hún ætlar að hjálpa okkur að útfæra réttina,“ bætir hún við. „Við leggjum mikið upp úr heimilislegu og glaðlegu viðmóti eins og tíðkast í Mexíkó og okkur finnst mikilvægt að maturinn sé ódýr svo fólk geti leyft sér að fara oftar út að borða,“ útskýrir María en viðurkennir að það sé erfitt að halda verðinu í lágmarki á meðan verð á hráefni fer hækkandi. „Við munum samt sem áður halda verðinu svo lengi sem við komum út á núlli,“ segir María að lokum og gaf okkur smá forskot á sæluna með uppskrift að salati sem er væntanlegt á matseðil Santa María.
Matur Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið