Tekur upp framhald Point Break 29. september 2008 06:00 Einn færasti kvikmyndatökumaður landsins mun starfa við framhald hasarmyndarinnar Point Break 2. Tökumaðurinn Óttar Guðnason hefur verið fenginn til að kvikmynda framhald hasarmyndarinnar Point Break sem skartaði Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðalhlutverkum. Óttar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi annars ekki tjá sig um verkefnið að svo stöddu. Talið er að Hayden Christensen, sem sló í gegn sem Anakin í Star Wars-myndunum, verði í aðalhlutverkinu. Myndin gerist tuttugu árum á eftir þeirri fyrri og leikur Hayden brimbrettakappa og löggu sem kemst á slóðir glæpagengis. Tökur fara að mestu leyti fram á Bali síðar á árinu. Handritshöfundur verður W. Peter Iliff, sem samdi handritið að fyrri myndinni, en óvíst er hvort Swayze eða Reeves komi aftur við sögu. Leikstjóri myndarinnar, sem kallast Point Break:Indo, verður Jan De Bont sem á að baki myndir á borð við Speed, Twister og Tomb Raider 2. Óttar og Jan De Bont hafa unnið töluvert saman við auglýsingagerð undanfarin ár og gerðu þeir meðal annars saman auglýsingu fyrir Goodyear-dekkjaframleiðandann hér á landi. Upphaflega stóð til að Óttar tæki upp hasarmyndina Stopping Power í leikstjórn De Bont en henni hefur verið slegið á frest og í staðinn ætla þeir að einbeita sér að framhaldi Point Break. Óttar er einn færasti kvikmyndatökumaður Íslands. Á meðal verkefna hans í gegnum tíðina eru myndirnar A Little Trip to Heaven og Run for Her Life, báðar í leikstjórn Baltasars Kormáks. Sú síðarnefnda er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, rétt eins og Point Break:Indo. Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tökumaðurinn Óttar Guðnason hefur verið fenginn til að kvikmynda framhald hasarmyndarinnar Point Break sem skartaði Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðalhlutverkum. Óttar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi annars ekki tjá sig um verkefnið að svo stöddu. Talið er að Hayden Christensen, sem sló í gegn sem Anakin í Star Wars-myndunum, verði í aðalhlutverkinu. Myndin gerist tuttugu árum á eftir þeirri fyrri og leikur Hayden brimbrettakappa og löggu sem kemst á slóðir glæpagengis. Tökur fara að mestu leyti fram á Bali síðar á árinu. Handritshöfundur verður W. Peter Iliff, sem samdi handritið að fyrri myndinni, en óvíst er hvort Swayze eða Reeves komi aftur við sögu. Leikstjóri myndarinnar, sem kallast Point Break:Indo, verður Jan De Bont sem á að baki myndir á borð við Speed, Twister og Tomb Raider 2. Óttar og Jan De Bont hafa unnið töluvert saman við auglýsingagerð undanfarin ár og gerðu þeir meðal annars saman auglýsingu fyrir Goodyear-dekkjaframleiðandann hér á landi. Upphaflega stóð til að Óttar tæki upp hasarmyndina Stopping Power í leikstjórn De Bont en henni hefur verið slegið á frest og í staðinn ætla þeir að einbeita sér að framhaldi Point Break. Óttar er einn færasti kvikmyndatökumaður Íslands. Á meðal verkefna hans í gegnum tíðina eru myndirnar A Little Trip to Heaven og Run for Her Life, báðar í leikstjórn Baltasars Kormáks. Sú síðarnefnda er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, rétt eins og Point Break:Indo.
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira