Sam Shepard í mynd Balta 8. júlí 2008 06:00 Gamla goðið hans Baltasars hefur fallist á að leika í myndinni Run for her Live. Nordicphotos/Getty „Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 milljónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðargráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlutverk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en einangrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harrisson, pólitíkus frá New-Mexico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt," segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrósaði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýtur eitthvað að vera í þessu." Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomumikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hestamanna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkulaðisósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæplega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leiðinni aftur," segir Baltasar. Hann nefnir einnig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-myndunum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator". Bourne-myndirnar eru flottustu „action"-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku," segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 milljónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðargráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlutverk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en einangrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harrisson, pólitíkus frá New-Mexico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt," segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrósaði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýtur eitthvað að vera í þessu." Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomumikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hestamanna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkulaðisósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæplega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leiðinni aftur," segir Baltasar. Hann nefnir einnig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-myndunum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator". Bourne-myndirnar eru flottustu „action"-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku," segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning