Fótbolti

Figo sakaður um kattardráp

Figo er hér í baráttu við Emil Hallfreðsson
Figo er hér í baráttu við Emil Hallfreðsson NordcPhotos/GettyImages

Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan stendur í ströngu þessa dagana eftir að blaðamaður í Mílanó sakaði hann um að hafa drepið kött við æfingasvæði félagsins.

Flestir kannast við þá hjátrú að svartir kettir boði ógæfu og óheppni er ekki eitthvað sem leikmenn Inter Milan mega við á lokasprettinum í A-deildinni, þar sem liðið getur tryggt sér meistaratitilinn um helgina.

Blaðamaður Libero dagblaðsins sagði Figo hafa ekið yfir svartan kött á sportjeppa sínum, en kötturinn hafði að sniglast inni á æfingasvæði Inter.

Figo brást hinn versti við skrifunum og lýsti yfir sakleysi sínu á heimasíðu sinni. Hann ætlar að fara í mál við blaðamanninn ef hann biðst ekki afsökunar, en blaðamaðurinn segist ekki ætla að bakka með ásakanir sínar.

Hafi Figo í raun og veru drepið köttinn til að koma í veg fyrir frekari ógæfu Inter-liðsins, tókst það ekki alveg því liðinu tókst aðeins að gera 2-2 jafntefli við Siena í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×