Þjóðhátíðin í brekkunni 8. janúar 2008 11:27 Ártúnsbrekkan í Reykjavík er vettvangur helstu þjóðhátíðar landsmanna á hverjum degi. Formerkin eru að vísu nokkuð öfug. Þúsundir landsmanna líða um brekkuna síðdegis á hraða snigilsins - og horfa þungbúnar á bílnúmnerið fyrir framan sig; flestar alltof seinar að sækja barnið sitt á leikskóla. Það eru borgaryfirvöld í nánu samstarfi við samgönguráðuneytið sem standa fyrir þessari kostulegu hátíð - hvern virkan dag ársins. Og skammast sín ekkert fyrir uppátækið. Það er einhver pólitísk deifð í bland við metnaðarleysi og mannfyrirlitningu sem veldur þeirri hringavitleysu sem einkennir umferðina í höfuðborg landsmanna þessi árin. Það er eins og þráhyggja valdamanna við að berja höfðinu við steininn í samgöngumálum langflestra landsmanna sé orðin að krónískum pólitískum sjúkdómi. Skiptir engu hverjir eru við völd. Sundabraut? Brautin a tarna er orðin að lönguvitleysu. Hún er sorglegt dæmi um verkkvíða stjórnmálamanna. Hún er óreistur minnisvarði um metnaðarleysi umræðustjórnmála. Íslensk stjórnmál ná ekki lengra. Og líklegt að nú um stundir tefji tveir kofar í miðbænum fyrir frekari ákvarðanatöku um eitt stærsta úrlausnarefni borgarbúa. Svo má finna eitthvert enn fleira til að tefja fyrir þegar kofarnir eru í höfn. Ég verð í Ártúnsbrekkunni seinnipartinn ef einhvern langar að deila með mér þessari skoðun. Og fer hægt um. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun
Ártúnsbrekkan í Reykjavík er vettvangur helstu þjóðhátíðar landsmanna á hverjum degi. Formerkin eru að vísu nokkuð öfug. Þúsundir landsmanna líða um brekkuna síðdegis á hraða snigilsins - og horfa þungbúnar á bílnúmnerið fyrir framan sig; flestar alltof seinar að sækja barnið sitt á leikskóla. Það eru borgaryfirvöld í nánu samstarfi við samgönguráðuneytið sem standa fyrir þessari kostulegu hátíð - hvern virkan dag ársins. Og skammast sín ekkert fyrir uppátækið. Það er einhver pólitísk deifð í bland við metnaðarleysi og mannfyrirlitningu sem veldur þeirri hringavitleysu sem einkennir umferðina í höfuðborg landsmanna þessi árin. Það er eins og þráhyggja valdamanna við að berja höfðinu við steininn í samgöngumálum langflestra landsmanna sé orðin að krónískum pólitískum sjúkdómi. Skiptir engu hverjir eru við völd. Sundabraut? Brautin a tarna er orðin að lönguvitleysu. Hún er sorglegt dæmi um verkkvíða stjórnmálamanna. Hún er óreistur minnisvarði um metnaðarleysi umræðustjórnmála. Íslensk stjórnmál ná ekki lengra. Og líklegt að nú um stundir tefji tveir kofar í miðbænum fyrir frekari ákvarðanatöku um eitt stærsta úrlausnarefni borgarbúa. Svo má finna eitthvert enn fleira til að tefja fyrir þegar kofarnir eru í höfn. Ég verð í Ártúnsbrekkunni seinnipartinn ef einhvern langar að deila með mér þessari skoðun. Og fer hægt um. -SER.