Skakkar kannanir vestra 9. janúar 2008 11:17 Blessunarlega eru skoðanakannanir ekki búnar að eyðileggja pólitíska ærslaleiki. Það sannaðist í New Hampshire í gærkvöld. Hillary kom þar, sá og sigraði, þrátt fyrir hrakspár - og spumpart er broslegt að fletta stærstu dagblöðunum hér heima sem virtust bæði veðja á félaga Obama; Mogginn með bjartsýnisgrein um þann væna dreng, Fréttablaðið um heilan leiðara helgaðan honum. Það er vont að vera dagblað á svona stundum, enn verra að veðja - og verst að hafa að lokum rangt fyrir sér. Ég hef samúð með félögum míunum á blöðunum á svona stundum, enda bæði Moggi og Fbl í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þetta minnir auðvitað allt saman á á frægustu dagblaðsforsíðu allra tíma, forsíðu Chicago Tribune sem sagði að Dewey hefði unnið hinar æsispennandi forsetakosningarnar 1948 en þar var Truman auðvitað hinn eini og sanni sigurvegari. Dewey hafði hins vegar skoðanakannanir á sínu bandi en tapaði kosningunni. Það er gleðiefni fyrir kosningafíkla að skoðanakannanir skuli ennþá klikka - og verða vonandi alltaf meiri hugvísindi en raunvísindi. Ég er svolítið skotinn í ösnunni Hillary, altso pólitískt séð - og reyndar einnig hallur undir gömlu stríðskempuna og fílamanninn John McCain. Mér sýnist að slagurinn á milli þeirra tveggja yrði mesta og besta fréttaefnið; bæði tvo haukar miklir og kjaftforir sem sækja inn að miðjunni, nokk laus við bandaríska öfga. Það er vart að maður geti beðið 5. febrúar, stóra þriðjudagsins, þegar flest fylkin velja sér forsetaefni. Það er rífandi stemmning í forvalinu vestra og svo virðist sem breytingar séu í loftinu; þannig talar almenningur, vill nýtt blóð, nýjar lausnir. Obama er nokkuð óskifað blað, pólitískt, minnir á stundum á Dag B. Eggertsson; fræbær ræðumaður en efnið og stefnan nokkuð óljós. Hillary er þéttskrifuð í sinni pólitík, uppskurðarmaskína af öflugra taginu, svolítil Jóhanna Sig. Svo er hitt: Það er eitthvað svo óendanlega heillandi að fá Bill aftur í Hvíta húsið, sem The First Man ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Blessunarlega eru skoðanakannanir ekki búnar að eyðileggja pólitíska ærslaleiki. Það sannaðist í New Hampshire í gærkvöld. Hillary kom þar, sá og sigraði, þrátt fyrir hrakspár - og spumpart er broslegt að fletta stærstu dagblöðunum hér heima sem virtust bæði veðja á félaga Obama; Mogginn með bjartsýnisgrein um þann væna dreng, Fréttablaðið um heilan leiðara helgaðan honum. Það er vont að vera dagblað á svona stundum, enn verra að veðja - og verst að hafa að lokum rangt fyrir sér. Ég hef samúð með félögum míunum á blöðunum á svona stundum, enda bæði Moggi og Fbl í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þetta minnir auðvitað allt saman á á frægustu dagblaðsforsíðu allra tíma, forsíðu Chicago Tribune sem sagði að Dewey hefði unnið hinar æsispennandi forsetakosningarnar 1948 en þar var Truman auðvitað hinn eini og sanni sigurvegari. Dewey hafði hins vegar skoðanakannanir á sínu bandi en tapaði kosningunni. Það er gleðiefni fyrir kosningafíkla að skoðanakannanir skuli ennþá klikka - og verða vonandi alltaf meiri hugvísindi en raunvísindi. Ég er svolítið skotinn í ösnunni Hillary, altso pólitískt séð - og reyndar einnig hallur undir gömlu stríðskempuna og fílamanninn John McCain. Mér sýnist að slagurinn á milli þeirra tveggja yrði mesta og besta fréttaefnið; bæði tvo haukar miklir og kjaftforir sem sækja inn að miðjunni, nokk laus við bandaríska öfga. Það er vart að maður geti beðið 5. febrúar, stóra þriðjudagsins, þegar flest fylkin velja sér forsetaefni. Það er rífandi stemmning í forvalinu vestra og svo virðist sem breytingar séu í loftinu; þannig talar almenningur, vill nýtt blóð, nýjar lausnir. Obama er nokkuð óskifað blað, pólitískt, minnir á stundum á Dag B. Eggertsson; fræbær ræðumaður en efnið og stefnan nokkuð óljós. Hillary er þéttskrifuð í sinni pólitík, uppskurðarmaskína af öflugra taginu, svolítil Jóhanna Sig. Svo er hitt: Það er eitthvað svo óendanlega heillandi að fá Bill aftur í Hvíta húsið, sem The First Man ... -SER.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun