Veggkrot eftir listamanninn Banksy slegið á 23 milljónir kr. Friðrik Indriðason skrifar 15. janúar 2008 08:19 Veggur á húsi í London var boðinn upp á netinu og að lokum sleginn á rúmlega 23 milljónir króna. Á veggnum er verk eftir hin dularfulla veggkrotslistamann Banksy. Þetta verk Banksy prýðir vegg á fjölmiðlafyrirtæki við Portobelloroad í vesturhluta London. Það var sett til sölu á uppboðsvefnum eBay og bárust alls 69 tilboð í verkið. Um er að ræða stærsta verk eftir Banksy sem selt hefur verið á uppboði. Það athyglisverða við þetta allt er að enginn veit með vissu hver Banksy er. Ekki var um að ræða að Banksy hefði málað verkið í skjóli nætur heldur fékk hann fólk til að setja dúk yfir vegginn svo hann gæti krotað verkið í friði. Á ebay var að finna nákvæma lýsingu á því hvernig Banksy tókst að mála verkið án þess að upp kæmist hver hann í rauninni er. Listfræðingar eru sammála um að hæfileikar Banksy sem myndlistarmanns séu óumdeildanlegir og nú þykir enginn maður með mönnum meðal listunnenda í Bretlandi og víðar nema viðkomandi eigi verk eftir hann. Sá sem keypti vegginn verður nú að skera hann í burtu frá húsinu og byggja annan vegg í staðinn og er talið að slíkt muni kosta um 700.000 krónur í viðbót við kaupverðið. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Veggur á húsi í London var boðinn upp á netinu og að lokum sleginn á rúmlega 23 milljónir króna. Á veggnum er verk eftir hin dularfulla veggkrotslistamann Banksy. Þetta verk Banksy prýðir vegg á fjölmiðlafyrirtæki við Portobelloroad í vesturhluta London. Það var sett til sölu á uppboðsvefnum eBay og bárust alls 69 tilboð í verkið. Um er að ræða stærsta verk eftir Banksy sem selt hefur verið á uppboði. Það athyglisverða við þetta allt er að enginn veit með vissu hver Banksy er. Ekki var um að ræða að Banksy hefði málað verkið í skjóli nætur heldur fékk hann fólk til að setja dúk yfir vegginn svo hann gæti krotað verkið í friði. Á ebay var að finna nákvæma lýsingu á því hvernig Banksy tókst að mála verkið án þess að upp kæmist hver hann í rauninni er. Listfræðingar eru sammála um að hæfileikar Banksy sem myndlistarmanns séu óumdeildanlegir og nú þykir enginn maður með mönnum meðal listunnenda í Bretlandi og víðar nema viðkomandi eigi verk eftir hann. Sá sem keypti vegginn verður nú að skera hann í burtu frá húsinu og byggja annan vegg í staðinn og er talið að slíkt muni kosta um 700.000 krónur í viðbót við kaupverðið.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira