Viðskipti erlent

Stærsti flatskjár í heimi er 150 tommur

Panasonic kynnti stærsta flatskjá heimsins á tæknimessunni CES í Las Vegas í vikunni. Skjár þess er 150 tommur að stærð og getur því dekkað að mestu meðalstórann stofuvegg.

Það eru þó nokkur vandamál sem Panasonic segir að fyrirtækið þurfi að leysa í framtíðinni. Annarsvegar vegur þessi flatskjár 200 kíló að þyngs og því ekki auðveldur í flutningum. Hinsvegar notar hann gífurlegt magn af rafmagni þegar hann er í gangi.

Þessi flatskjár er einkum fyrir milljónamæringa því verðið á honum nemur rúmlega 6 milljónum króna. Á móti er hann með helmingi meiri upplausn en bestu flatskjáir á markaðinum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×