Fótbolti

Collina vill annan dómara

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pierluigi Collina.
Pierluigi Collina.

Pierluigi Collina, fyrrum besti knattspyrnudómari heims, segist hlynntur hugmyndum um að bæta við dómara á leikjum. Collina sér nú um niðurröðun dómara fyrir ítalska knattspyrnusambandið.

Michel Platini, forseti UEFA, vill að gerðar verði tilraunir með að hafa tvo aðaldómara á hverjum leik. Þetta segir Collina góða hugmynd.

„Með þessu tækist að fækka vafaatriðum mikið," sagði Collina en mikið hefur verið um umdeilda dóma í ítalska boltanum í vetur.

Það eru þó ekki allir ánægðir með þessar fyriráætlanir, þar á meðal Massimo Cellino sem er forseti Cagliari. „Þetta eru fáránlegar hugmyndir eigum við ekki að leyfa tvo markverði í hverju liði líka?" sagði Cellino.

„Menn verða að sýna þolinmæði. Margir góðir dómarar hafa verið að leggja flautuna á hilluna síðustu ár. Það tekur sinn tíma fyrir nýja kynslóð að koma sér að."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×