Snarræði þingheims 8. febrúar 2008 17:17 Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft Skoðun
Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun