Singh og Hart með forystu á Pebble Beach Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2008 14:02 Dudley Hart náði fugli á 18. holu í gær. Nordic Photos / Getty Images Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira