Fótbolti

Umræða um dómaramál á Ítalíu heldur áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stefano Farina dómari.
Stefano Farina dómari.

Dómarinn Stefano Farina gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir framkomu sína í gær. Farina strunsaði fyrstur af velli um leið og hann flautaði af leik Inter og Catania án þess að taka í hendur leikmanna.

Fyrra mark Inter í leiknum var umdeilt en leikmenn Catania heimtuðu að dæmd yrði rangstaða. Stuðningsmenn Catania brugðust við með þeim hætti að syngja söngva til að ögra Farina dómara.

Það tókst með þeim hætti að Farina rauk beint inn í klefa eftir leikinn. Það hefur fallið í grýttan jarðveg hjá ítalska knattspyrnusambandinu sem mun taka málið til skoðunar.

Aldrei hafa jafnmörg vafaatriði komið upp í dómgæslunni á Ítalíu eins og á þessu tímabili. Dómararnir prýða fyrirsagnirnar helgi eftir helgi og eru heimamenn farnir að hafa áhyggjur af því að þetta hafi neikvæð áhrif á yngri dómara.

Sjá einnig:

Ætti Juventus að vera á toppnum?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×