Iceland Airwaves í Belgíu 14. febrúar 2008 10:02 Amiina er meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum. Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní. Fyrri tónleikarnir verða nokkru fyrr en hátíðin, eða á morgun föstudaginn 15. febrúar. Þá stíga á stokk Amiina, Jóhann Jóhannson, Seabear og Ólafur Arnalds í menningarmiðstöðinni Bozar. Síðari Iceland Airwaves tónleikarnir fara síðan fram 8. mars á tónleikastaðnum Ancienne Belgique þar sem fram koma; múm, Kira Kira, Skakkamanage og Parachutes. Markmið Iceland on the Edge, er að kynna íslenskar listir og listamenn og efla ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Dagskrá hátíðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða metnaðarfulla íslensk menningardagskrá sem unnin hefur verið í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu, sem og eitt vinsælasta tónlistarhús Brussel á sviði popp og rokk tónlistar, Ancienne Belgique. Hins vegar verða ýmsir íslenskir viðburðir á sviði ferða- , ráðstefnu- orku og alþjóðamála. Meðal helstu atriða er sýning á íslenskri samtímamyndlist, Pétur Gautur í flutningi Þjóðleikhússins, sýningar á vegum Íslenska dansflokksins og danshóps Ernu Ómarsdóttur, bókmenntakvöld um Halldór Laxness og um unga samtímahöfunda, íslenskar kvikmyndir og tónleikar með ungu íslensku tónlistarfólki á sviði sígildrar tónlistar og popptónlistar. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní. Fyrri tónleikarnir verða nokkru fyrr en hátíðin, eða á morgun föstudaginn 15. febrúar. Þá stíga á stokk Amiina, Jóhann Jóhannson, Seabear og Ólafur Arnalds í menningarmiðstöðinni Bozar. Síðari Iceland Airwaves tónleikarnir fara síðan fram 8. mars á tónleikastaðnum Ancienne Belgique þar sem fram koma; múm, Kira Kira, Skakkamanage og Parachutes. Markmið Iceland on the Edge, er að kynna íslenskar listir og listamenn og efla ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Dagskrá hátíðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða metnaðarfulla íslensk menningardagskrá sem unnin hefur verið í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu, sem og eitt vinsælasta tónlistarhús Brussel á sviði popp og rokk tónlistar, Ancienne Belgique. Hins vegar verða ýmsir íslenskir viðburðir á sviði ferða- , ráðstefnu- orku og alþjóðamála. Meðal helstu atriða er sýning á íslenskri samtímamyndlist, Pétur Gautur í flutningi Þjóðleikhússins, sýningar á vegum Íslenska dansflokksins og danshóps Ernu Ómarsdóttur, bókmenntakvöld um Halldór Laxness og um unga samtímahöfunda, íslenskar kvikmyndir og tónleikar með ungu íslensku tónlistarfólki á sviði sígildrar tónlistar og popptónlistar.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira