Fótbolti

Inter stendur undir nafni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic, frá Svíþjóð, og Argentínumaðurinn Julio Ricardo Cruz fagna marki þess fyrnefnda í leik með Inter í vetur.
Zlatan Ibrahimovic, frá Svíþjóð, og Argentínumaðurinn Julio Ricardo Cruz fagna marki þess fyrnefnda í leik með Inter í vetur. Nordic Photos / AFP

Óhætt er að segja að FC Internazionale standi undir nafni þetta tímabilið en félagið fagnar 100 ára afmæli sínu á sunnudaginn kemur.

Það var 9. mars árið 1908 að stofnfundur Internazionale FBC Milano var haldinn af hópi Ítala og Svisslendinga sem voru óánægðir með mikil yfirráð Ítala í Krikket- og knattspyrnuklúbbi Milan - sem í dag heitir AC Milan.

Þeir stofnuðu því nýtt íþróttafélag sem var opið fyrir alla útlendinga og stóð þannig undir nafni. Inter vann sinn fyrsta meistaratitil aðeins tveimur árum síðar og stefnir nú að sínum sextánda í röðinni og þeim þriðja í röð.

Inter stendur enn undir nafni í dag því enn sem komið er hefur enginn Ítali náð að skora fyrir félagið á núverandi tímabili. Alls hefur liðið skorað fimmtíu mörk á tímabilinu.

Aldrei áður í sögu efstu deildarinnar á Ítalíu hefur félag farið í gegnum heilt tímabil án þess að vera með ítalskan markaskorara í sínum röðum.

Inter hefur tvívegis komist nærri því, fyrst tímabilið 2004-5 og svo aftur ári síðar. Fyrra tímabilið Christian Vieri þrettán mörk fyrir liðið og ári síðar skoraði Marco Materazzi tvívegis.

Á laugardaginn tekur Inter á móti Emil Hallfreðssyni og félögum í Reggina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×