Golf

Svíinn Hedblom með forystu í Malasíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peter Hedblom.
Peter Hedblom. Nordic Photos / Getty Images
Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Hedblom hefur titil að verja á mótinu og lék á 65 höggum í morgun og er samtals á sautján höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Argentínumanninn Daniel Vancsik sem lék á 64 höggum í morgun.

49 kylfingar náðu ekki að klára sinn annan hring í gær þar sem keppni var frestað vegna þrumuveðurs. Þegar keppninni var frestað voru tveir menn, Nick Dougherty frá Englandi og heimamaðurinn Danny Chia í forystu á tólf undir pari. Í morgun náði svo Indverjinn Jyoti Randhawa að jafna árangur þeirra með því að klára sinn annan hring á samtals tólf undir pari.

En þeir náðu ekki að halda forystunni. Randhawa lék á 70 höggum í dag og er í 3.-5. sæti ásamt þeim Simon Dyson frá Englandi og Dananum Sören Kjeldsen.

Dougherty lék á 72 höggum og er í 6.-9. sæti ásamt Ástralanum Scott Barr og Darren Clarke frá Norður-Írlandi.

En heimamaðurinn Chia átti alls ekki góðan dag. Hann lék á átta höggum yfir pari og er í 55.-61. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×