Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 08:31 Barbora Krejcikova hefur svarað fyrir sig eftir að blaðamaður hæddist að útliti hennar. getty/Artur Widak Barbora Krejcikova, sem vann Wimbledon-mótið í tennis í ár, hefur gagnrýnt blaðamann vegna ummæla hans um útlit hennar. Í beinni útsendingu Tennis Channel frá WTA Finals í Sádi-Arabíu henti blaðamaðurinn Jon Wertheim gaman að enni Krejcikovu. Hún fékk veður af ummælunum og gerði þau að umtalsefni á X-inu. „Þú gætir hafa heyrt um ummælin í lýsingu Tennis Channel frá WTA Finals þar sem einblínt var á útlit mitt en ekki frammistöðu,“ skrifaði Krejcikova á X. „Sem íþróttakona sem hefur helgað sig þessari íþrótt varð ég fyrir vonbrigðum að sjá svona ófagleg ummæli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona gerist í íþróttaheiminum. Oft hef ég ekki kosið að láta í mér heyra en ég held að það sé kominn tími á að ítreka þörfina á virðingu og fagmennsku í íþróttafréttamennsku. Augnablik sem þessi draga athyglina frá hinu sanna eðli íþróttanna og alls þess sem íþróttafólk leggur í þær.“ You might have heard about the recent comments made on Tennis Channel during the WTA Finals coverage that focused on my appearance rather than my performance. As an athlete who has dedicated herself to this sport, it was disappointing to see this type of unprofessional (cont.)— Barbora Krejcikova (@BKrejcikova) November 10, 2024 Wertheim hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri í loftinu þegar hann lét ummælin falla en segist samt ekki eiga sér neinar málsbætur. Tennis Channel setti Wertheim til hliðar eftir að ummæli hans fóru á flug. Sjónvarpsstöðin hefur beðið Krejcikovu afsökunar á þeim. Tennis Fjölmiðlar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Í beinni útsendingu Tennis Channel frá WTA Finals í Sádi-Arabíu henti blaðamaðurinn Jon Wertheim gaman að enni Krejcikovu. Hún fékk veður af ummælunum og gerði þau að umtalsefni á X-inu. „Þú gætir hafa heyrt um ummælin í lýsingu Tennis Channel frá WTA Finals þar sem einblínt var á útlit mitt en ekki frammistöðu,“ skrifaði Krejcikova á X. „Sem íþróttakona sem hefur helgað sig þessari íþrótt varð ég fyrir vonbrigðum að sjá svona ófagleg ummæli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona gerist í íþróttaheiminum. Oft hef ég ekki kosið að láta í mér heyra en ég held að það sé kominn tími á að ítreka þörfina á virðingu og fagmennsku í íþróttafréttamennsku. Augnablik sem þessi draga athyglina frá hinu sanna eðli íþróttanna og alls þess sem íþróttafólk leggur í þær.“ You might have heard about the recent comments made on Tennis Channel during the WTA Finals coverage that focused on my appearance rather than my performance. As an athlete who has dedicated herself to this sport, it was disappointing to see this type of unprofessional (cont.)— Barbora Krejcikova (@BKrejcikova) November 10, 2024 Wertheim hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri í loftinu þegar hann lét ummælin falla en segist samt ekki eiga sér neinar málsbætur. Tennis Channel setti Wertheim til hliðar eftir að ummæli hans fóru á flug. Sjónvarpsstöðin hefur beðið Krejcikovu afsökunar á þeim.
Tennis Fjölmiðlar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira