Fótbolti

Zlatan: Vildi óska þess að þú hefðir hætt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zlatan er duglegur að eigna sér fyrirsagnir ítalskra blaða.
Zlatan er duglegur að eigna sér fyrirsagnir ítalskra blaða.

Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter var allt annað en sáttur með að hafa verið tekinn af velli í 2-1 sigurleik gegn Palermo í gær. Varalesarar halda því fram að hann hafi látið Roberto Mancini, þjálfara Inter, heyra það.

„Ég vildi óska þess að þú hefðir hætt," á Zlatan að hafa sagt við Mancini þegar hann gekk af velli. Í síðustu viku hótaði Mancini að hætta hjá félaginu en dró þau orð sín síðan til baka.

Ítalskir fjölmiðlar telja að Mancini sé búinn að missa traust leikmanna sinna.

Alessandro del Piero, fyrirliði Juventus, sýnir Zlatan skilning. „Það er almennt álitið að þjálfaranum skal sýna virðingu. Auðvitað er samt enginn ánægður með að vera tekinn af velli," sagði Del Piero. „Eftir að hafa barist og reynt að skora er það eins og merki um að þú hafir brugðist þegar þú ert tekinn af velli. Þá bregst maður við gagnvart þeim sem þú taldir að hafðir trú á þér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×