Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 09:31 Gazzaniga var óhuggandi eftir leik. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira