Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Ó­vænt vand­ræði á Villa Park en PSG í undanúr­slit

    París Saint-Germain lenti í allskonar vandræðum gegn Aston Villa á Villa Park í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Lokatölur í kvöld 3-2 heimamönnum í vil en þökk sé 3-1 sigri á heimavelli vinnur PSG einvígið 5-4 samanlagt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona

    Borussia Dortmund lagði Barcelona 3-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem Barcelona vann fyrri leikinn 4-0 eru lærisveinar Hansi Flick komnir áfram á meðan Dortmund er úr leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal

    Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Af hverju má Asensio spila í kvöld?

    Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt

    Madridingar anda léttar í aðdraganda einvígisins við Arsenal í Meistaradeild Evrópu, eftir að UEFA ákvað að setja engan af leikmönnum Real Madrid í bann. Þrír þeirra þurfa hins vegar að greiða sekt og tveir fengu skilorðsbundið bann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann

    Hegðun fjögurra leikmanna Real Madrid, eftir sigurinn í sextán liða úrslitum gegn Atlético Madrid, er til rannsóknar hjá UEFA. Kylian Mbappé, Vinícius Junior, Antonio Rudiger og Dani Ceballos gætu verið dæmdir í leikbann fyrir ósæmandi hegðun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Næstu bikar­meistarar stór­græða á árangri Víkings

    Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hneykslast á sóða­skap Real stjarnanna

    Real Madrid komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað nágranna þeirra í Atlético de Madrid. Umgengi leikmanna liðsins var aftur á móti alls ekki til fyrirmyndar.

    Fótbolti