Stóns loks á Íslandi 28. nóvember 2008 02:00 Fyrsta gigg Stóns er í kvöld: Frosti Watts, Kalli Wyman, Bjössi Jagger, Biggi Jones og Bjarni Richards spá í Rollingana.Fréttablaðið/björn árnason Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. „Við erum allir gríðarlegir Stóns-aðdáendur og okkur finnst gaman að spila rokk og ról og því varð þetta bara til," segir Bjössi Jagger. „Þetta spurðist út og þegar Palli Papi umboðsmaður bauðst til að sjá um okkur tókum við þetta bara alla leið." Bjössi hefur aldrei spilað á Players og bara einu sinni komið þangað inn til að spila pool. „Það er spennandi að spila fyrir eldra fólk en við erum vanir og ég get ekki séð að það sé eitthvað verra að spila á Players en til dæmis á Nasa. Við tökum lög frá öllum ferli Stones, eins konar blöndu af vinsælustu lögunum og uppáhaldslögunum okkar. Mitt uppáhaldstímabil eru árin sem Mick Taylor var í bandinu." Bjössi leggur þunga áherslu á að þetta uppátæki sé ekkert grín. „Nei, við förum alla leið með þetta. Klæðum okkur upp, erum með takta og högum okkur eins og Stóns. Ég er Mick þegar ég er á sviðinu og það er eitt af því besta sem ég veit um." Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. „Við erum allir gríðarlegir Stóns-aðdáendur og okkur finnst gaman að spila rokk og ról og því varð þetta bara til," segir Bjössi Jagger. „Þetta spurðist út og þegar Palli Papi umboðsmaður bauðst til að sjá um okkur tókum við þetta bara alla leið." Bjössi hefur aldrei spilað á Players og bara einu sinni komið þangað inn til að spila pool. „Það er spennandi að spila fyrir eldra fólk en við erum vanir og ég get ekki séð að það sé eitthvað verra að spila á Players en til dæmis á Nasa. Við tökum lög frá öllum ferli Stones, eins konar blöndu af vinsælustu lögunum og uppáhaldslögunum okkar. Mitt uppáhaldstímabil eru árin sem Mick Taylor var í bandinu." Bjössi leggur þunga áherslu á að þetta uppátæki sé ekkert grín. „Nei, við förum alla leið með þetta. Klæðum okkur upp, erum með takta og högum okkur eins og Stóns. Ég er Mick þegar ég er á sviðinu og það er eitt af því besta sem ég veit um."
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira