Handbolti

Ísland fimm mörkum undir í Makedóníu

Íslenska landsliðið í handbolta er undir 18-13 gegn Makedóníu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undankeppni HM.

Íslenska liðið byrjaði ágætlega og hélt jöfnu á öllum tölum þar til í stöðunni 8-8. Þá kom slæmur kafli í sóknarleiknum þar sem vandræðagangur einkenndi leik íslenska liðsins, en á meðan fengu skyttur makedónska liðsins að vaða uppi og skora að vild utan af velli.

Markvörður Makedóna hefur varið í kring um 10 skot og náði meira að segja að skora eitt mark sjálfur.

Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins, en hann er kominn með sjö mörk. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað þrjú mörk, þar af tvö úr vítum og þeir Ólafur Stefánsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson eitt hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×