Konur, kór og kontrabassi 24. október 2008 09:00 Kristján ásamt Önnu Þorvaldsdóttur tónskáldi en hún á einmitt verk á tónleikunum á morgun. Fréttablaðið/GVA Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tónleikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammerkórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld. Tónskáldin sem um ræðir eru þær Hildigunnur Halldórsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Kristján er þó heilinn á bak við tónleikana enda segist hann lengi hafa haft áhuga á því að flytja tónlist fyrir kontrabassa og kór. „Kontrabassinn er þannig hljóðfæri að hljómur hans berst ekkert sérstaklega vel. Það er því lítið vit í að semja og flytja verk fyrir kontrabassa og hljómsveit vegna þess að hin hljóðfærin myndu einfaldlega yfirgnæfa bassann. En ég hef alltaf séð fyrir mér að kór væri mikið hentugri meðleikari fyrir kontrabassa þar sem röddin er svo mjúkt hljóðfæri. Ástæðan fyrir því að ég fékk kventónskáld til þess að semja verkin er svo sú að mér hefur alltaf þótt íslensk kventónskáld semja afar hljómræna og fallega tónlist fyrir kóra; kannski er það vegna þess að þær hafa margar verið í kór sjálfar." Enn sem komið er hafa aðeins ofangreindu tónskáldin þrjú tekið þátt í verkefninu með Kristjáni, en hann vill gjarnan bæta fleirum við. „Draumurinn hjá mér er að fara lengra með þessa hugmynd; ég vil endilega fá kventónskáld til að semja tvö til þrjú verk til viðbótar og stefni að því að taka þau svo upp síðar meir. En þetta er langtímaverkefni, þannig að ég veit ekki hvenær af þessu verður." Á tónleikunum á morgun flytur Hljómeyki að auki eitt verk eftir Ríkharð Örn Pálsson. Tónleikarnir fara fram í tónleikasalnum Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 12 á hádegi. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tónleikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammerkórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld. Tónskáldin sem um ræðir eru þær Hildigunnur Halldórsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Kristján er þó heilinn á bak við tónleikana enda segist hann lengi hafa haft áhuga á því að flytja tónlist fyrir kontrabassa og kór. „Kontrabassinn er þannig hljóðfæri að hljómur hans berst ekkert sérstaklega vel. Það er því lítið vit í að semja og flytja verk fyrir kontrabassa og hljómsveit vegna þess að hin hljóðfærin myndu einfaldlega yfirgnæfa bassann. En ég hef alltaf séð fyrir mér að kór væri mikið hentugri meðleikari fyrir kontrabassa þar sem röddin er svo mjúkt hljóðfæri. Ástæðan fyrir því að ég fékk kventónskáld til þess að semja verkin er svo sú að mér hefur alltaf þótt íslensk kventónskáld semja afar hljómræna og fallega tónlist fyrir kóra; kannski er það vegna þess að þær hafa margar verið í kór sjálfar." Enn sem komið er hafa aðeins ofangreindu tónskáldin þrjú tekið þátt í verkefninu með Kristjáni, en hann vill gjarnan bæta fleirum við. „Draumurinn hjá mér er að fara lengra með þessa hugmynd; ég vil endilega fá kventónskáld til að semja tvö til þrjú verk til viðbótar og stefni að því að taka þau svo upp síðar meir. En þetta er langtímaverkefni, þannig að ég veit ekki hvenær af þessu verður." Á tónleikunum á morgun flytur Hljómeyki að auki eitt verk eftir Ríkharð Örn Pálsson. Tónleikarnir fara fram í tónleikasalnum Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 12 á hádegi.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira