Safnarar selja eigur sínar 6. september 2008 04:00 Líf og Fjör á markaði Nóg var um að vera á Safnaramarkaði Gerðubergs árið 2005.Mynd/Gerðuberg Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III. Þó að sýningin sé tileinkuð hljóðfærum og ýmsum hlutum sem allir tengjast tónlist á einn eða annan hátt er rétt að vekja athygli á því að opið er fyrir kaup og sölu á hvers kyns varningi á markaðinum. Markaðurinn verður opinn á milli kl. 13 og 16 og er ómissandi fyrir hvern þann sem þykir eitthvað vanta í sitt eigið safn, hverju sem safnað er. Auk markaðarins verður ýmislegt skemmtilegt um að vera í Gerðubergi í dag. Nokkrir af þeim söfnurum sem sýna nú hljóðfærasöfn sín þar verða á markaðnum og geta því svarað spurningum forvitinna sýningargesta. Auk þess verður Jón Baldur Hlíðberg teiknari á staðnum og býður upp á leiðsögn um sýningu sína sem heitir Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum og hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá ungum sem öldnum. Síðast en ekki síst verður opnuð fyrsta sýningin í Safnarahorni Gerðubergs. Listakonan Lóa Guðjónsdóttir dregur þar fram ýmsa skemmtilega og forvitnilega hluti úr fórum sínum, þar á meðal forláta postulínsbrúður, gamalt hljóðfæri, styttur, mynt og fleira. - vþ Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III. Þó að sýningin sé tileinkuð hljóðfærum og ýmsum hlutum sem allir tengjast tónlist á einn eða annan hátt er rétt að vekja athygli á því að opið er fyrir kaup og sölu á hvers kyns varningi á markaðinum. Markaðurinn verður opinn á milli kl. 13 og 16 og er ómissandi fyrir hvern þann sem þykir eitthvað vanta í sitt eigið safn, hverju sem safnað er. Auk markaðarins verður ýmislegt skemmtilegt um að vera í Gerðubergi í dag. Nokkrir af þeim söfnurum sem sýna nú hljóðfærasöfn sín þar verða á markaðnum og geta því svarað spurningum forvitinna sýningargesta. Auk þess verður Jón Baldur Hlíðberg teiknari á staðnum og býður upp á leiðsögn um sýningu sína sem heitir Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum og hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá ungum sem öldnum. Síðast en ekki síst verður opnuð fyrsta sýningin í Safnarahorni Gerðubergs. Listakonan Lóa Guðjónsdóttir dregur þar fram ýmsa skemmtilega og forvitnilega hluti úr fórum sínum, þar á meðal forláta postulínsbrúður, gamalt hljóðfæri, styttur, mynt og fleira. - vþ
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira