Þýsk alþýðufræði á prent 24. júlí 2008 06:00 Hver veit nema bókaútgáfa Wikipediu verði til í bókahillum flestra þýskra heimila innan nokkurra mánaða. Allt frá upphafi uppgangs rafrænna miðla hafa reglulega heyrst raddir sem halda því fram að nýju miðlarnir muni ganga af bókinni dauðri. Fáir miðlar hafa þó vakið eins mikla skelfingu hjá bókaunnendum eins og veraldarvefurinn, enda býður hann upp á ógrynni af ókeypis lesefni. Ekki síst hafa útgefendur alfræðirita verið uggandi vegna vefsíðunnar Wikipediu sem býður notendum sínum upp á fróðleiksmola, misáreiðanlega að vísu, um allt og ekkert. Bölsýnismenn hafa spáð fyrir um gríðarlegan samdrátt í sölu alfræðirita á næstu árum, sem myndi svo á endanum leiða til þess að alfræðirit hættu með öllu að koma út og almenningur myndi í kjölfarið ráfa um alla eilífð í eyðimörk fáfræði og sinnuleysis. Svo fer þó ekki ef þýska Wikipediu-síðan fær einhverju um það ráðið. Í september kemur nefnilega út þar í landi ógurlegur doðrantur á pappír sem inniheldur 50.000 algengustu Wikipediu-leitarfærslurnar. Með útgáfunni vill þýskur hluti Wikipedia, fyrirtækisins sem heldur utan um rekstur Wikipediu, reyna að ná til þess hóps sem ekki notar veraldarvefinn sér til upplýsingaöflunar. Vefsíðan Wikipedia gerir notendum sínum kleift að bæta við og breyta færslum og hefur því stundum verið gagnrýnd fyrir ónákvæmni. Prentaða útgáfan inniheldur þó aðeins færslur og staðreyndir sem hafa verið kannaðar ofan í kjölinn af fræðimönnum og því ætti að vera óhætt að treysta þeim fróðleik sem í henni leynist. Þar sem innihald bókarinnar byggist á 50.000 algengustu leitarfærslum þýskra Wikipediu-notenda má leiða líkur að því að það verði með nokkuð öðru sniði en tíðkast gjarnan í alfræðiritum. Til að mynda verður gerð góð grein fyrir sjónvarpsþáttunum House með Hugh Laurie í aðalhlutverki, en þættirnir njóta mikilla vinsælda í Þýskalandi. Einnig verður fjallað ítarlega um Cörlu Bruni, eiginkonu franska forsetans Nicholas Sarkozy, og leikjatölvuna Playstation 3. Eflaust sýnist sitt hverjum um innihald þessa fræðirits, en svo mikið er víst að bókin gefur nokkuð glögga mynd af helstu áhugamálum þýskra tölvunotenda á seinni hluta fyrsta áratugs 21. aldarinnar. Fréttir af útgáfu vefsíðunnar á bókarformi hafa eðlilega vakið töluverða athygli í Þýskalandi, ekki síst þar sem útgefendur Brockhaus-alfræðiritsins, virtasta og vinsælasta alfræðirits Þýskalands til þessa, tilkynntu nýverið að fljótlega yrði opnuð vefsíða þar sem nálgast mætti ritið á tölvutæku formi. Þannig færir vefurinn sig á prent á sama tíma og prentið færir sig á vefinn. Hringrás miðlunar er sannarlega endalaus. - vþ Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Allt frá upphafi uppgangs rafrænna miðla hafa reglulega heyrst raddir sem halda því fram að nýju miðlarnir muni ganga af bókinni dauðri. Fáir miðlar hafa þó vakið eins mikla skelfingu hjá bókaunnendum eins og veraldarvefurinn, enda býður hann upp á ógrynni af ókeypis lesefni. Ekki síst hafa útgefendur alfræðirita verið uggandi vegna vefsíðunnar Wikipediu sem býður notendum sínum upp á fróðleiksmola, misáreiðanlega að vísu, um allt og ekkert. Bölsýnismenn hafa spáð fyrir um gríðarlegan samdrátt í sölu alfræðirita á næstu árum, sem myndi svo á endanum leiða til þess að alfræðirit hættu með öllu að koma út og almenningur myndi í kjölfarið ráfa um alla eilífð í eyðimörk fáfræði og sinnuleysis. Svo fer þó ekki ef þýska Wikipediu-síðan fær einhverju um það ráðið. Í september kemur nefnilega út þar í landi ógurlegur doðrantur á pappír sem inniheldur 50.000 algengustu Wikipediu-leitarfærslurnar. Með útgáfunni vill þýskur hluti Wikipedia, fyrirtækisins sem heldur utan um rekstur Wikipediu, reyna að ná til þess hóps sem ekki notar veraldarvefinn sér til upplýsingaöflunar. Vefsíðan Wikipedia gerir notendum sínum kleift að bæta við og breyta færslum og hefur því stundum verið gagnrýnd fyrir ónákvæmni. Prentaða útgáfan inniheldur þó aðeins færslur og staðreyndir sem hafa verið kannaðar ofan í kjölinn af fræðimönnum og því ætti að vera óhætt að treysta þeim fróðleik sem í henni leynist. Þar sem innihald bókarinnar byggist á 50.000 algengustu leitarfærslum þýskra Wikipediu-notenda má leiða líkur að því að það verði með nokkuð öðru sniði en tíðkast gjarnan í alfræðiritum. Til að mynda verður gerð góð grein fyrir sjónvarpsþáttunum House með Hugh Laurie í aðalhlutverki, en þættirnir njóta mikilla vinsælda í Þýskalandi. Einnig verður fjallað ítarlega um Cörlu Bruni, eiginkonu franska forsetans Nicholas Sarkozy, og leikjatölvuna Playstation 3. Eflaust sýnist sitt hverjum um innihald þessa fræðirits, en svo mikið er víst að bókin gefur nokkuð glögga mynd af helstu áhugamálum þýskra tölvunotenda á seinni hluta fyrsta áratugs 21. aldarinnar. Fréttir af útgáfu vefsíðunnar á bókarformi hafa eðlilega vakið töluverða athygli í Þýskalandi, ekki síst þar sem útgefendur Brockhaus-alfræðiritsins, virtasta og vinsælasta alfræðirits Þýskalands til þessa, tilkynntu nýverið að fljótlega yrði opnuð vefsíða þar sem nálgast mætti ritið á tölvutæku formi. Þannig færir vefurinn sig á prent á sama tíma og prentið færir sig á vefinn. Hringrás miðlunar er sannarlega endalaus. - vþ
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira