Tilraunaeldhúsið Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 21. nóvember 2008 06:00 Ilmur af íslenskri kjötsúpu tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Ég brosti út í annað enda benti lyktin til þess að atvinnulausi bankamaðurinn á heimilinu hefði ekki setið auðum höndum þann daginn. Sú var líka raunin. Þvottur hafði verið þveginn, gólfin þrifin og á eldhúsbekknum stóðu heilir staflar af nýbökuðu bakkelsi. Að ógleymdri kjötsúpunni ljúffengu sem beið á hellunni og bankastarfsmaðurinn fyrrverandi hrærði í af mikilli natni líkt og hann væri að sjóða saman viðkvæmar afleiður í stórri skuldasúpu. Vitanlega var það bara blekking að það væri alvöruvinna að fylgjast með tölum á tölvuskjá. Afdankaði bankamaðurinn hefur enda blómstrað þessa daga sem liðnir eru síðan bankakerfið skilaði honum. Viku eftir hrunið mikla var hann kominn norður í land og farinn að vinna þar raunverulega vinnu eins og að mjólka kýr og dreifa skít. Menn segja að bankakreppan kenni okkur að meta framleiðslustörfin á ný og bankastarfsmaðurinn fyrrverandi á eftir að sjá að maður uppsker eins og maður sáir. Túnin sem hann jós skít á dögunum munu skila góðri sprettu næsta sumar. Ólíkt þeirri sviðnu jörð sem blasir við eftir mykjudreifarana sem á ferð voru í fjármálaheiminum. Það hefur svona rétt hvarflað að mér hvort ekki væri réttast að senda ríkisstjórnina, seðlabankastjórnina og bankastjórana í sveit líkt og venja var með ódæla drengi hér áður fyrr. Þar myndi þetta ágæta fólk læra fyrir hvað orðið „búskapur" í hugtakinu „þjóðarbúskapur" stendur og hvers vegna við segjum að kálfurinn launi sjaldnast ofeldið. Sveitadvölin hafði að minnsta kosti afar góð áhrif á bankamanninn á mínu heimili sem er hinn rólegasti þessa dagana og hefur boðið upp á hefðbundinn íslenskan heimilismat í hvert mál síðan hann sneri aftur í bæinn. Þegar kjötsúpan kláraðist í gær og búið var að kveikja á sjónvarpsfréttunum helltust skyndilega yfir mig gríðarlegar áhyggjur. Er ekki bókstaflega allt farið fjandans til hér á Íslandi? Ég reyndi að ræða um ástandið við bankamanninn sem virtist ekki heyra í mér, lagði bara frá sér kökublað Gestgjafans sem hann hafði verið að blaða í og tjáði mér að hann hygðist hefja smákökubaksturinn strax eftir helgi. Mín vegna má kreppan vara aðeins lengur. Ég þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af því að svelta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Ilmur af íslenskri kjötsúpu tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Ég brosti út í annað enda benti lyktin til þess að atvinnulausi bankamaðurinn á heimilinu hefði ekki setið auðum höndum þann daginn. Sú var líka raunin. Þvottur hafði verið þveginn, gólfin þrifin og á eldhúsbekknum stóðu heilir staflar af nýbökuðu bakkelsi. Að ógleymdri kjötsúpunni ljúffengu sem beið á hellunni og bankastarfsmaðurinn fyrrverandi hrærði í af mikilli natni líkt og hann væri að sjóða saman viðkvæmar afleiður í stórri skuldasúpu. Vitanlega var það bara blekking að það væri alvöruvinna að fylgjast með tölum á tölvuskjá. Afdankaði bankamaðurinn hefur enda blómstrað þessa daga sem liðnir eru síðan bankakerfið skilaði honum. Viku eftir hrunið mikla var hann kominn norður í land og farinn að vinna þar raunverulega vinnu eins og að mjólka kýr og dreifa skít. Menn segja að bankakreppan kenni okkur að meta framleiðslustörfin á ný og bankastarfsmaðurinn fyrrverandi á eftir að sjá að maður uppsker eins og maður sáir. Túnin sem hann jós skít á dögunum munu skila góðri sprettu næsta sumar. Ólíkt þeirri sviðnu jörð sem blasir við eftir mykjudreifarana sem á ferð voru í fjármálaheiminum. Það hefur svona rétt hvarflað að mér hvort ekki væri réttast að senda ríkisstjórnina, seðlabankastjórnina og bankastjórana í sveit líkt og venja var með ódæla drengi hér áður fyrr. Þar myndi þetta ágæta fólk læra fyrir hvað orðið „búskapur" í hugtakinu „þjóðarbúskapur" stendur og hvers vegna við segjum að kálfurinn launi sjaldnast ofeldið. Sveitadvölin hafði að minnsta kosti afar góð áhrif á bankamanninn á mínu heimili sem er hinn rólegasti þessa dagana og hefur boðið upp á hefðbundinn íslenskan heimilismat í hvert mál síðan hann sneri aftur í bæinn. Þegar kjötsúpan kláraðist í gær og búið var að kveikja á sjónvarpsfréttunum helltust skyndilega yfir mig gríðarlegar áhyggjur. Er ekki bókstaflega allt farið fjandans til hér á Íslandi? Ég reyndi að ræða um ástandið við bankamanninn sem virtist ekki heyra í mér, lagði bara frá sér kökublað Gestgjafans sem hann hafði verið að blaða í og tjáði mér að hann hygðist hefja smákökubaksturinn strax eftir helgi. Mín vegna má kreppan vara aðeins lengur. Ég þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af því að svelta.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun