Það sem ekki má Hallgrímur Helgason skrifar 21. júní 2008 08:00 Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun
Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson)
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun