Evrópuhugsjón í kreppu? Sverrir Jakobsson skrifar 18. júní 2008 06:00 Samstarf Evrópuþjóða á sér ýmsar ólíkar myndir. Þessa dagana stendur t.d. yfir Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Í sjónvarpi allra landsmanna er hægt að fylgjast með smáþjóðum takast á við gamalgróin risaveldi íþróttarinnar og eina reglan þar virðist vera sú að aldrei er hægt að afskrifa neitt lið. Í svona Evrópumóti þarf ekki að rífast um það hvaða þjóðir tilheyra álfunni eða ekki; landslið Tyrkja komst áfram í fjórðungsúrslit um helgina og fylgir þar í kjölfar góðs árangurs Tyrkja í Evrópusöngvakeppninni. Evrópusöngvakeppnin er einmitt annað dæmi um farsælt evrópskt samstarf en eftir hana mátti líka sjá að oft er grunnt á því góða hvað varðar bræðralagshugsjón Evrópuþjóða. Gott gengi sumra þjóða frá austurhluta álfunnar virtist gefa tilefni til allmikils biturleika og ásakana um svindl - sem ekki eiga við mikil rök að styðjast. Að sumu leyti snýst þessi gremja um fallandi gengi stórvelda sem einu sinni kepptu í lítilli og þægilegri Evrópusöngvakeppni. Núna þegar þessi keppni er loksins farin að ná til allrar Evrópu kemur það niður á gömlu nýlenduveldum Vestur-Evrópu sem njóta þar ekki sömu velgengni og áður. Þegar litið er framhjá særðu stolti þessara þjóða er hins vegar fátt eðlilegra en að Evrópusöngvakeppnin verði haldin í stærsta landi Evrópu á næsta ári. Hins vegar er athyglisvert að svona rígur sé ennþá til og bendir til þess að ennþá sé grunnt á því góða milli Evrópuríkja - a.m.k. þegar hefðbundin valdahlutföll raskast.Evrópa og lýðræðið Áhugi á ýmis konar keppnum Evrópuþjóða, hvort heldur í íþróttum eða popptónlist, er til marks um sameiginlegan reynsluheim þessara landa. En svona keppnum fylgja líka vaxtarverkir þegar sumar þjóðir hætta að ná alltaf sínu fram. Englendingar eru á botninum í Evrópusöngvakeppninni ár eftir ár og Þjóðverjar geta ekki lengur bókað sigur í fótbolta gegn smáríkjum eins og Króatíu. Svona vaxtarverkir ná einnig til stjórnmálanna, en þar verður kreppan heldur meiri. Evrópusambandið var upphaflega lítill og fámennur klúbbur sex þjóða, en núna eru þjóðir Evrópusambandsins 27. Í Evrópuráðinu eru 45 þjóðir og alls býr um þriðjungur Evrópumanna í ríkjum sem tilheyra ekki Evrópusambandinu. Eigi að síður er enginn vafi á því að klúbburinn fer stækkandi og jafnframt lætur hann verr af stjórn. Leiðtogar Evrópusambandins hafa hins vegar tekið upp þá stefnu að eftir því sem hópur aðildarríkjanna verður fjölbreyttari eigi samt að ýta undir það sem nefnt er „samrunaferli. Gallinn við samrunaferlið er sá að almenningur í löndunum hefur ekki beðið um það og þegar það hefur verið boðið undir þjóðaratkvæðslugreiðslu hefur iðulega verið tvísynt um úrslit. Þetta er eftirtektarverðara sökum þess að jafnan hefur yfirgnæfandi meirihluti stjórnmálamanna hvatt fólk til að samþykkja sáttmála sem síðan er hafnað. Nú seinast var hugmyndinni um evrópska stjórnarskrá hafnað af almenningi í Hollandi og Frakklandi, en þrátt fyrir það var haldið áfram og búið til skjal sem kallast Lissabon-samningurinn og er útvötnuð gerð af Evrópustjórnarskránni. Núna tókst ríkisstjórnum Evrópusambandslanda að búa svo um hnútanna að aðeins var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samnigninní einu landi - Írlandi - og þar var honum hafnað.Sjálfskaparvíti Í leiðurum dagblaða hér á Íslandi er þetta túlkað sem svo að 3 milljónir Evrópubúa hafi hafnað en hinar 490 sem ekki fengu að kjósa teljist sjálfkrafa samþykkar. Svona rök endurspegla hugsunarhátt ráðandi stétta innan Evrópusambandsins og eru eflaust meginástæða þess að almenningur treystir þeim ekki. Það er auðvitað undarlegt að árið 2008 sé enn rætt um stjórnmál á þeim nótum að þegar lýðræðið gefur stjórnmálamönnum ekki þá niðurstöðu sem þeir vilja þá sé lýðræðið vandamálið en ekki þeir sjálfir. En þannig tala nú stjórnmálamenn innan Evrópusambandsins. Hin augljósa niðurstaða af öllum þessum atkvæðagreiðslum er sú sem þeir vilja ekki horfast í augu við - almenningur í þessum vill minni samruna, ekki meiri. Írar voru ekki að hafna Evrópusamstarfi, ekki frekar en Hollendingar, Frakkar eða Danir áður. Þeir höfnuðu hins vegar aukinni miðstýringu og samruna sem er keyrður áfram af hagsmunum stjórnmála- og embættismanna, en ekki vilja fólksins sem kaus þá til starfa. Á meðan ráðamenn Evrópusambandsins horfast ekki í augu við þessa niðurstöðu er ríkjasambandið í vanda - en sá vandi er að verulegu leyti sjálfskaparvíti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Samstarf Evrópuþjóða á sér ýmsar ólíkar myndir. Þessa dagana stendur t.d. yfir Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Í sjónvarpi allra landsmanna er hægt að fylgjast með smáþjóðum takast á við gamalgróin risaveldi íþróttarinnar og eina reglan þar virðist vera sú að aldrei er hægt að afskrifa neitt lið. Í svona Evrópumóti þarf ekki að rífast um það hvaða þjóðir tilheyra álfunni eða ekki; landslið Tyrkja komst áfram í fjórðungsúrslit um helgina og fylgir þar í kjölfar góðs árangurs Tyrkja í Evrópusöngvakeppninni. Evrópusöngvakeppnin er einmitt annað dæmi um farsælt evrópskt samstarf en eftir hana mátti líka sjá að oft er grunnt á því góða hvað varðar bræðralagshugsjón Evrópuþjóða. Gott gengi sumra þjóða frá austurhluta álfunnar virtist gefa tilefni til allmikils biturleika og ásakana um svindl - sem ekki eiga við mikil rök að styðjast. Að sumu leyti snýst þessi gremja um fallandi gengi stórvelda sem einu sinni kepptu í lítilli og þægilegri Evrópusöngvakeppni. Núna þegar þessi keppni er loksins farin að ná til allrar Evrópu kemur það niður á gömlu nýlenduveldum Vestur-Evrópu sem njóta þar ekki sömu velgengni og áður. Þegar litið er framhjá særðu stolti þessara þjóða er hins vegar fátt eðlilegra en að Evrópusöngvakeppnin verði haldin í stærsta landi Evrópu á næsta ári. Hins vegar er athyglisvert að svona rígur sé ennþá til og bendir til þess að ennþá sé grunnt á því góða milli Evrópuríkja - a.m.k. þegar hefðbundin valdahlutföll raskast.Evrópa og lýðræðið Áhugi á ýmis konar keppnum Evrópuþjóða, hvort heldur í íþróttum eða popptónlist, er til marks um sameiginlegan reynsluheim þessara landa. En svona keppnum fylgja líka vaxtarverkir þegar sumar þjóðir hætta að ná alltaf sínu fram. Englendingar eru á botninum í Evrópusöngvakeppninni ár eftir ár og Þjóðverjar geta ekki lengur bókað sigur í fótbolta gegn smáríkjum eins og Króatíu. Svona vaxtarverkir ná einnig til stjórnmálanna, en þar verður kreppan heldur meiri. Evrópusambandið var upphaflega lítill og fámennur klúbbur sex þjóða, en núna eru þjóðir Evrópusambandsins 27. Í Evrópuráðinu eru 45 þjóðir og alls býr um þriðjungur Evrópumanna í ríkjum sem tilheyra ekki Evrópusambandinu. Eigi að síður er enginn vafi á því að klúbburinn fer stækkandi og jafnframt lætur hann verr af stjórn. Leiðtogar Evrópusambandins hafa hins vegar tekið upp þá stefnu að eftir því sem hópur aðildarríkjanna verður fjölbreyttari eigi samt að ýta undir það sem nefnt er „samrunaferli. Gallinn við samrunaferlið er sá að almenningur í löndunum hefur ekki beðið um það og þegar það hefur verið boðið undir þjóðaratkvæðslugreiðslu hefur iðulega verið tvísynt um úrslit. Þetta er eftirtektarverðara sökum þess að jafnan hefur yfirgnæfandi meirihluti stjórnmálamanna hvatt fólk til að samþykkja sáttmála sem síðan er hafnað. Nú seinast var hugmyndinni um evrópska stjórnarskrá hafnað af almenningi í Hollandi og Frakklandi, en þrátt fyrir það var haldið áfram og búið til skjal sem kallast Lissabon-samningurinn og er útvötnuð gerð af Evrópustjórnarskránni. Núna tókst ríkisstjórnum Evrópusambandslanda að búa svo um hnútanna að aðeins var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samnigninní einu landi - Írlandi - og þar var honum hafnað.Sjálfskaparvíti Í leiðurum dagblaða hér á Íslandi er þetta túlkað sem svo að 3 milljónir Evrópubúa hafi hafnað en hinar 490 sem ekki fengu að kjósa teljist sjálfkrafa samþykkar. Svona rök endurspegla hugsunarhátt ráðandi stétta innan Evrópusambandsins og eru eflaust meginástæða þess að almenningur treystir þeim ekki. Það er auðvitað undarlegt að árið 2008 sé enn rætt um stjórnmál á þeim nótum að þegar lýðræðið gefur stjórnmálamönnum ekki þá niðurstöðu sem þeir vilja þá sé lýðræðið vandamálið en ekki þeir sjálfir. En þannig tala nú stjórnmálamenn innan Evrópusambandsins. Hin augljósa niðurstaða af öllum þessum atkvæðagreiðslum er sú sem þeir vilja ekki horfast í augu við - almenningur í þessum vill minni samruna, ekki meiri. Írar voru ekki að hafna Evrópusamstarfi, ekki frekar en Hollendingar, Frakkar eða Danir áður. Þeir höfnuðu hins vegar aukinni miðstýringu og samruna sem er keyrður áfram af hagsmunum stjórnmála- og embættismanna, en ekki vilja fólksins sem kaus þá til starfa. Á meðan ráðamenn Evrópusambandsins horfast ekki í augu við þessa niðurstöðu er ríkjasambandið í vanda - en sá vandi er að verulegu leyti sjálfskaparvíti.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun