Samskipti og dagbækur 21. ágúst 2008 08:55 Eitt sinn sagði mér sagnfræðingur sem hafði sérhæft sig í dagbókum að fyrsta staðreyndin um slíkar bækur væri sú að þær væru yfirleitt ekki til. Flestar þeirra væru jú eyðilagðar af eigendum sínum þar sem þeir kærðu sig ekki um að aðrir gægðust inn í þeirra hugarheim. Einhverjir kynnu að furða sig á slíkri skemmdarverkastarfsemi. Jafnvel gæti einhver haldið því fram að fólk nú á tímum sé mun opnara með tilfinningar sínar, óteljandi bloggfærslur séu skýrt dæmi um það. Það tel ég þó ekki vera enda mikill munur á því hvernig við skrifum fyrir okkur sjálf um eigin hugsanir, samskipti við aðra eða skoðanir okkar á mönnum eða málefnum líðandi stundar og svo því hvernig við skrifum fyrir alþjóð. Það segir sig sjálft að síðari skrifin eru leikstýrðari. Sagnfræðingurinn sagði mér einnig að í dagbókum bænda frá 19. öld mætti aðallega finna veðurfarslýsingar. Því næst skrifuðu þeir um ærnar og heilsufar hjúa. Flest allt væri í tengslum við aðalatvinnuveg þess tíma; búskapinn. Tilfinningalega útrás þeirra mætti svo sjá í bundnu máli svo sem í kvæðum um soninn sem lést um veturinn eða annað sem ekki þótti við hæfi að vera lausmálgur um. Til dæmis ástina. í bókinni Átakadagar ræðir Kolbrún Bergþórsdóttir við Elínu Torfadóttur, ekkju Guðmundar Jaka, en hún starfaði lengi sem fóstra. Hún skráði samskipti sín við margan manninn og börn þeirra skilmerkilega niður. Hún sagði til dæmis frá tilraunum hennar við að hressa Markús Örn Antonsson við eftir að litla dóttir hans hafði kvartað við þær um að hann væri leiðinlegur. Löngu síðar, í ræðu á afmæli leikskólans, sagði hann svo: „Í þessu húsi var mér kennd samskiptaumgengni sem hefur komið mér mjög vel í pólitíkinni.“ Varla hefur Markús Örn orðið Elínu reiður fyrir frásögnina. Sjálfur hefði hann lýst samskiptum sínum við Elínu á allt aðra lund. Eina dagbókarfærsla mín var skráð með tengiskrift í fallega bók með litlum hengilás á í byrjun tíunda áratugarins. Hún innihélt svæsnar lýsingar á því hve mjög mér fannst ég hlunnfarin af systur minni við fóðurgjöf í bernsku. Mér fannst ég nefnilega þurfa að gefa hænunum mun oftar en hún vegna leti hennar og ómennsku. Þess má geta að þessi bók er nú löngu glötuð og þarf systir mín því ekki að kvíða opinberun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun
Eitt sinn sagði mér sagnfræðingur sem hafði sérhæft sig í dagbókum að fyrsta staðreyndin um slíkar bækur væri sú að þær væru yfirleitt ekki til. Flestar þeirra væru jú eyðilagðar af eigendum sínum þar sem þeir kærðu sig ekki um að aðrir gægðust inn í þeirra hugarheim. Einhverjir kynnu að furða sig á slíkri skemmdarverkastarfsemi. Jafnvel gæti einhver haldið því fram að fólk nú á tímum sé mun opnara með tilfinningar sínar, óteljandi bloggfærslur séu skýrt dæmi um það. Það tel ég þó ekki vera enda mikill munur á því hvernig við skrifum fyrir okkur sjálf um eigin hugsanir, samskipti við aðra eða skoðanir okkar á mönnum eða málefnum líðandi stundar og svo því hvernig við skrifum fyrir alþjóð. Það segir sig sjálft að síðari skrifin eru leikstýrðari. Sagnfræðingurinn sagði mér einnig að í dagbókum bænda frá 19. öld mætti aðallega finna veðurfarslýsingar. Því næst skrifuðu þeir um ærnar og heilsufar hjúa. Flest allt væri í tengslum við aðalatvinnuveg þess tíma; búskapinn. Tilfinningalega útrás þeirra mætti svo sjá í bundnu máli svo sem í kvæðum um soninn sem lést um veturinn eða annað sem ekki þótti við hæfi að vera lausmálgur um. Til dæmis ástina. í bókinni Átakadagar ræðir Kolbrún Bergþórsdóttir við Elínu Torfadóttur, ekkju Guðmundar Jaka, en hún starfaði lengi sem fóstra. Hún skráði samskipti sín við margan manninn og börn þeirra skilmerkilega niður. Hún sagði til dæmis frá tilraunum hennar við að hressa Markús Örn Antonsson við eftir að litla dóttir hans hafði kvartað við þær um að hann væri leiðinlegur. Löngu síðar, í ræðu á afmæli leikskólans, sagði hann svo: „Í þessu húsi var mér kennd samskiptaumgengni sem hefur komið mér mjög vel í pólitíkinni.“ Varla hefur Markús Örn orðið Elínu reiður fyrir frásögnina. Sjálfur hefði hann lýst samskiptum sínum við Elínu á allt aðra lund. Eina dagbókarfærsla mín var skráð með tengiskrift í fallega bók með litlum hengilás á í byrjun tíunda áratugarins. Hún innihélt svæsnar lýsingar á því hve mjög mér fannst ég hlunnfarin af systur minni við fóðurgjöf í bernsku. Mér fannst ég nefnilega þurfa að gefa hænunum mun oftar en hún vegna leti hennar og ómennsku. Þess má geta að þessi bók er nú löngu glötuð og þarf systir mín því ekki að kvíða opinberun.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun