Aðgát skal höfð Björn Ingi Hrafnsson skrifar 20. júlí 2008 10:03 Yngri Íslendingar gætu gert margt verra en að kynna sér minningarorð sem skrifuð voru um Ragnar heitinn Kjartansson fyrrverandi stjórnarformann Hafskips, sem jarðsettur var síðastliðinn föstudag. Óvenjulega harður undirtónn birtist þar sem rauður þráður í skrifum ýmissa þjóðkunnra Íslendinga og veitir innsýn í eitthvert heiftúðugasta deilumál íslensks samtíma: Hafskipsmálið, sem skók íslenskt samfélag árum saman og þar sem átök á sviði stjórnmálanna og í heimi viðskiptanna birtust með óvenjulega beinskeyttum og ógeðfelldum hætti. „Hafskipsmálið er vonandi síðasta „galdrabrennan" á Íslandi, reit Pétur Sveinbjarnarson til minningar um Ragnar vin sinn, Sigurður Hafstein kallaði Hafskipsmálið „stærsta og alvarlegasta réttarfarshneyksli Íslandssögu síðari tíma" í sinni grein. Í sérstakri rammagrein skrifuðu þeir Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Kristjónsson, nánustu samverkamenn Ragnars innan fyrirtækisins, meðal annars að það yrði hlutskipti þeirra sem eftir lifðu að gera langþráðan draum Ragnars um uppreist æru að veruleika. Jafnframt sagði í grein þeirra félaga: „Að undanförnu hefur bakgrunnur Hafskipsmálsins og málareksturinn verið tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar með það að markmiði að leiða allan sannleika málsins í ljós. Ragnar fylgdist af miklum áhuga með framvindu þeirrar vinnu allt fram á síðasta dag. Hafskipsmálið er ekki uppgert af okkar hálfu og í því munum við þremenningar hér eftir sem hingað til tala einum rómi enda þótt einn okkar hafi verið óvígur um langa hríð og loks fengið líkn frá þraut." Þetta eru athyglisverð ummæli sem sýna auðvitað svart á hvítu hversu gífurleg raun er fyrir hvern mann að sæta alvarlegum ásökunum, ákærum og tilheyrandi fjölmiðlaumfjöllun. Ragnar Kjartansson, Björgólfur Guðmundsson og félagar máttu verja mannorð sitt í einhverjum umfangsmestu réttarhöldum Íslandssögunnar, sem stóðu á árunum 1986-1990. Það að æ síðan hafi þeim félögum verið umhugað að leiða allan sannleika málsins í ljós, sýnir hversu djúpstæð áhrif slík mál geta haft. Til verða sár sem aldrei gróa. Ljóðlínur Einars Benediktssonar koma ósjálfrátt upp í hugann: „Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar." Því er sérstakt fagnaðarefni að bók um tilurð og baksvið þessara mála sé nú tilbúin til útgáfu. Kannski rætist þá sá spádómur Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra, sem skrifaði í minningargrein um Ragnar að íslenskt samfélag ætti eftir að horfast í augu við sjálft sig vegna Hafskipsmála og annarra mála. Hvaða önnur mál gætu það verið? Hvað höfum við sem þjóð lært af Hafskipsmálinu? Fellum við enn dóma undir eins og sakir eru bornar á einstaklinga? Erum við enn tilbúin að trúa nánast hverju sem er upp á náungann? Þurfa sakborningar ekki enn að sæta ákærum og berjast fyrir mannorði sínu árum saman? Þurfum við nokkuð að leita lengi að málum sem upphófust með miklum sakarefnum og sannkölluðu fjölmiðlafári en lyktaði svo með allt öðrum og veigaminni hætti eftir margra ára þóf? Um leið og tekið er undir hina hinstu kveðju til Ragnars Kjartanssonar við hans leiðarlok og samúð vottuð aðstandendum hans, skal þess óskað að draumur hans fái fljótt ræst um að brátt verði öll sagan sögð og ekkert dregið undan. Og hið sanna fái loks að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Yngri Íslendingar gætu gert margt verra en að kynna sér minningarorð sem skrifuð voru um Ragnar heitinn Kjartansson fyrrverandi stjórnarformann Hafskips, sem jarðsettur var síðastliðinn föstudag. Óvenjulega harður undirtónn birtist þar sem rauður þráður í skrifum ýmissa þjóðkunnra Íslendinga og veitir innsýn í eitthvert heiftúðugasta deilumál íslensks samtíma: Hafskipsmálið, sem skók íslenskt samfélag árum saman og þar sem átök á sviði stjórnmálanna og í heimi viðskiptanna birtust með óvenjulega beinskeyttum og ógeðfelldum hætti. „Hafskipsmálið er vonandi síðasta „galdrabrennan" á Íslandi, reit Pétur Sveinbjarnarson til minningar um Ragnar vin sinn, Sigurður Hafstein kallaði Hafskipsmálið „stærsta og alvarlegasta réttarfarshneyksli Íslandssögu síðari tíma" í sinni grein. Í sérstakri rammagrein skrifuðu þeir Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Kristjónsson, nánustu samverkamenn Ragnars innan fyrirtækisins, meðal annars að það yrði hlutskipti þeirra sem eftir lifðu að gera langþráðan draum Ragnars um uppreist æru að veruleika. Jafnframt sagði í grein þeirra félaga: „Að undanförnu hefur bakgrunnur Hafskipsmálsins og málareksturinn verið tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar með það að markmiði að leiða allan sannleika málsins í ljós. Ragnar fylgdist af miklum áhuga með framvindu þeirrar vinnu allt fram á síðasta dag. Hafskipsmálið er ekki uppgert af okkar hálfu og í því munum við þremenningar hér eftir sem hingað til tala einum rómi enda þótt einn okkar hafi verið óvígur um langa hríð og loks fengið líkn frá þraut." Þetta eru athyglisverð ummæli sem sýna auðvitað svart á hvítu hversu gífurleg raun er fyrir hvern mann að sæta alvarlegum ásökunum, ákærum og tilheyrandi fjölmiðlaumfjöllun. Ragnar Kjartansson, Björgólfur Guðmundsson og félagar máttu verja mannorð sitt í einhverjum umfangsmestu réttarhöldum Íslandssögunnar, sem stóðu á árunum 1986-1990. Það að æ síðan hafi þeim félögum verið umhugað að leiða allan sannleika málsins í ljós, sýnir hversu djúpstæð áhrif slík mál geta haft. Til verða sár sem aldrei gróa. Ljóðlínur Einars Benediktssonar koma ósjálfrátt upp í hugann: „Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar." Því er sérstakt fagnaðarefni að bók um tilurð og baksvið þessara mála sé nú tilbúin til útgáfu. Kannski rætist þá sá spádómur Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra, sem skrifaði í minningargrein um Ragnar að íslenskt samfélag ætti eftir að horfast í augu við sjálft sig vegna Hafskipsmála og annarra mála. Hvaða önnur mál gætu það verið? Hvað höfum við sem þjóð lært af Hafskipsmálinu? Fellum við enn dóma undir eins og sakir eru bornar á einstaklinga? Erum við enn tilbúin að trúa nánast hverju sem er upp á náungann? Þurfa sakborningar ekki enn að sæta ákærum og berjast fyrir mannorði sínu árum saman? Þurfum við nokkuð að leita lengi að málum sem upphófust með miklum sakarefnum og sannkölluðu fjölmiðlafári en lyktaði svo með allt öðrum og veigaminni hætti eftir margra ára þóf? Um leið og tekið er undir hina hinstu kveðju til Ragnars Kjartanssonar við hans leiðarlok og samúð vottuð aðstandendum hans, skal þess óskað að draumur hans fái fljótt ræst um að brátt verði öll sagan sögð og ekkert dregið undan. Og hið sanna fái loks að koma í ljós.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun