Berbrjósta stúlka á umslagi 18. október 2008 03:15 Myndir af berbrjósta skoskri stúlku prýða umslag fyrstu plötu The Viking Giant Show sem er nýkomin út. Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út. Skoski ljósmyndarinn Brian Sweeney tók myndirnar í heimalandi sínu en hann bjó á sínum tíma hér á landi og tók meðal annars ljósmyndir fyrir síðustu plötu Botnleðju, Iceland National Park. Á umslagi hennar var umdeild mynd af allsnöktum karlmanni og er Sweeney því á svipuðum slóðum á þessari nýju plötu. Heiðar Örn Kristjánson, forprakki The Viking Giant Show og fyrrverandi liðsmaður Botnleðju, vill ekki meina að Sweeney sé einhvers konar öfuguggi sem stundi það að taka nektarmyndir. „Þetta er mjög fínn ljósmyndari og hann hefur aðallega verið í músíkbrasanum að taka myndir af hljómsveitum. Hann tók líka myndir af yfirgefnum sveitabæjum hérna heima og hélt sýningu," segir hann. „Hann vildi endilega fá að gera þetta „cover" og hann var með þetta í sínum höndum. Ég gaf honum alveg lausan tauminn." Heiðar Örn á ekki von á því að umslagið verði bannað erlendis þrátt fyrir nektina. „Það sjá allir að þarna er listin í hávegum höfð og þarna er ekkert sem viðkemur einhverjum sora. Þetta eru fallegar myndir og ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki þá þarf það aðeins að líta í eigin barm." Næstu tónleikar The Viking Giant Show verða í Iðnó í kvöld klukkan 21.30 á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þar verða nýju lögin spiluð og vafalítið verður platan með þessu athyglisverða umslagi einnig á boðstólum. -fb Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út. Skoski ljósmyndarinn Brian Sweeney tók myndirnar í heimalandi sínu en hann bjó á sínum tíma hér á landi og tók meðal annars ljósmyndir fyrir síðustu plötu Botnleðju, Iceland National Park. Á umslagi hennar var umdeild mynd af allsnöktum karlmanni og er Sweeney því á svipuðum slóðum á þessari nýju plötu. Heiðar Örn Kristjánson, forprakki The Viking Giant Show og fyrrverandi liðsmaður Botnleðju, vill ekki meina að Sweeney sé einhvers konar öfuguggi sem stundi það að taka nektarmyndir. „Þetta er mjög fínn ljósmyndari og hann hefur aðallega verið í músíkbrasanum að taka myndir af hljómsveitum. Hann tók líka myndir af yfirgefnum sveitabæjum hérna heima og hélt sýningu," segir hann. „Hann vildi endilega fá að gera þetta „cover" og hann var með þetta í sínum höndum. Ég gaf honum alveg lausan tauminn." Heiðar Örn á ekki von á því að umslagið verði bannað erlendis þrátt fyrir nektina. „Það sjá allir að þarna er listin í hávegum höfð og þarna er ekkert sem viðkemur einhverjum sora. Þetta eru fallegar myndir og ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki þá þarf það aðeins að líta í eigin barm." Næstu tónleikar The Viking Giant Show verða í Iðnó í kvöld klukkan 21.30 á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þar verða nýju lögin spiluð og vafalítið verður platan með þessu athyglisverða umslagi einnig á boðstólum. -fb
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“