Andkristni og krabbamein 18. desember 2008 03:30 Atli Jarl Martin í fremstu víglínu með félögum í hljómsveitinni Helshare. Fréttablaðið/guðmundur Óli pálmason Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull," segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum." Andkristnihátíðin er nú haldin í níunda skipti. „Þetta byrjaði sem andóf gegn kristnihátíðinni árið 2000 og hefur verið árlegt síðan. Okkar inntak er alltaf það sama, að kynna besta þungarokkið hverju sinni og standa fyrir andkristilegum boðskap. Við erum ekki að boða djöflatrú, svo það sé nú alveg á hreinu. Félagsskapurinn Vantrú er með í þessu." Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið hefur gefið út diskinn Ojjj … ertu með krabbamein og ætlaði að halda tónleika með fjórum sveitum til að kynna hann. „Það var eins og það væri einhver bölvun á þessum tónleikum," segir Páll Jens Reynisson hjá Krafti. „Hver af annarri gengu sveitirnar úr skaftinu, trommarinn í Jan Mayen handleggsbrotnaði og ég veit ekki hvað og hvað, þangað til hljómsveitin Reykjavík! var ein eftir." Þá kom andkristnifélagið til skjalanna og bauð samstarf. Aðgangseyriririnn, þúsundkall, skiptist jafn á milli hinna tveggja ólíku félaga. Auk Reykjavíkur! kemur fram þungarokksrjómi landsins um þessar mundir: Sólstafir (ný plata frá þeim í janúar), Darknote („bjartasta vonin í dag," segir Atli Jarl), Bastard („old school-þungarokk"), rafmagnshávaðasveitin Snatan:Ultra og hljómsveitin sem Atli er í, Helshare. Það er alltaf nóg að gerast í þungarokkinu.- drg Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull," segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum." Andkristnihátíðin er nú haldin í níunda skipti. „Þetta byrjaði sem andóf gegn kristnihátíðinni árið 2000 og hefur verið árlegt síðan. Okkar inntak er alltaf það sama, að kynna besta þungarokkið hverju sinni og standa fyrir andkristilegum boðskap. Við erum ekki að boða djöflatrú, svo það sé nú alveg á hreinu. Félagsskapurinn Vantrú er með í þessu." Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið hefur gefið út diskinn Ojjj … ertu með krabbamein og ætlaði að halda tónleika með fjórum sveitum til að kynna hann. „Það var eins og það væri einhver bölvun á þessum tónleikum," segir Páll Jens Reynisson hjá Krafti. „Hver af annarri gengu sveitirnar úr skaftinu, trommarinn í Jan Mayen handleggsbrotnaði og ég veit ekki hvað og hvað, þangað til hljómsveitin Reykjavík! var ein eftir." Þá kom andkristnifélagið til skjalanna og bauð samstarf. Aðgangseyriririnn, þúsundkall, skiptist jafn á milli hinna tveggja ólíku félaga. Auk Reykjavíkur! kemur fram þungarokksrjómi landsins um þessar mundir: Sólstafir (ný plata frá þeim í janúar), Darknote („bjartasta vonin í dag," segir Atli Jarl), Bastard („old school-þungarokk"), rafmagnshávaðasveitin Snatan:Ultra og hljómsveitin sem Atli er í, Helshare. Það er alltaf nóg að gerast í þungarokkinu.- drg
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira