Handbolti

Guðmundur hafði betur í formannslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Ágúst á ársþinginu í dag.
Guðmundur Ágúst á ársþinginu í dag. Mynd/E. Stefán

Guðmundur Ágúst Ingvarsson var endurkjörinn formaður HSÍ í dag en með naumindum þó.

Hlynur Sigmarsson, stjórnarmaður HSÍ, bauð sig fram á móti honum og hlaut níu færri atkvæðum en Guðmundur.

Alls voru 67 atkvæði greidd, Guðmundur hlaut 38 atkvæði og Hlynur 29 atkvæði.

Þá voru einnig miklar breytingar á stjórn HSÍ. Stjórnarmönnum var fjölgað um tvo en fjórir buðu sig ekki fram til endurkjörs nú og sex nýjir stjórnarmenn voru sjálfkjörnir á ársþinginu í dag þar sem enginn þeirra fékk mótframboð.

Þorbergur Aðalsteinsson, Hlynur Sigmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir gjaldkeri og Hólmgeir Einarsson hætta í stjórninni.

Már Svavarsson, Kristján Arason, Jón Jörundsson, Guðjón L. Sigurðsson, Hörður Davíð Harðarson og Ásta Óskarsdóttir voru kjörin í stjórnina í dag til næstu tveggja ára.


Tengdar fréttir

Úrslitakeppnin komin til að vera

Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta.

Úrslitakeppnin tekin upp

Fjögurra liða úrslitakeppni verður tekin upp í N1-deildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili.

Hlynur hættur afskiptum af handbolta

Hlynur Sigmarsson hefur ákveðið að hætta afskiptum af handbolta eftir að hann tapaði í dag fyrir Guðmundi Ágústi Ingvarssyni í formannskjöri HSÍ.

Aron: Úrslitakeppnin er markaðsvæn

Aron Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistari Hauka, var ánægður með að úrslitakeppnin verði tekin upp á nýjan leik á Íslandsmóti karla og kvenna í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×