Börn náttúrunnar Gerður Kristný skrifar 16. ágúst 2008 09:03 Maðurinn minn hefur eignast vinkonu. Hún er áttfætt, lítil og loðin, var einu sinni mjó en er nú feit. Hún er í stuttu máli sagt ógeðsleg köngulóin sem hefur strengt vef sinn fyrir utan eitt horn eldhúsgluggans svo ég þori varla að líta af uppvaskinu. Gerist ég svo huguð er eins og paddan hafi alla Perluna í greip sinni. Ég hef hreyft við því að fá að drepa hana en það vill maðurinn minn ekki heyra minnst á. Rökin eru eitthvað á þá leið að köngulóin eigi rétt á að fá að lifa og hún sé, rétt eins og við, sköpun Guðs. Þetta hljómar eins og ég hafi beðið um að fá að tortíma einhverjum nágrannanna en þetta er nú einu sinni bara padda. Þegar ég var 19 ára gömul starfaði ég á gistiheimili í Frakklandi. Ég þreif herbergin og varð að ryksuga reiðinnar býsn af köngulóm. Einhvern veginn vandist ég viðbjóðinum og fannst sjálfsagt að langleggjaðar pöddurnar hyrfu inn í ryksugubarkann. Það yrði ekki jafnauðvelt að ryksuga þá sem haft hefur sumardvöl utan á húsinu mínu. Talsverða fimi þyrfti til að ná til hennar og hana hef ég ekki til að bera. Og eins og ég hef sagt, þá tekur maðurinn minn það ekki í mál. Sköpun Guðs og allt það. Köngulóin situr í miðju vefsins og hreyfir sig ekki svo heitið geti. Stundum fær hún þó heimsóknir. Vesælar flugur eiga það nefnilega til að festa sig í vefnum og köngulóin lætur líkin standa uppi nokkra hríð áður en hún leggur þau sér til munns. Maðurinn minn kallar á son okkar svo hann geti fylgst með atganginum og lýsir því sem fyrir augu ber á ákaflega Attenborough-legan hátt. Auðvitað er þetta bara þrælógeðslegt og ég ætti að vera löngu búin að panta meindýraeyði til að hnoða köngulóna saman í eldhúsþurrku og sturta henni niður. Þegar maðurinn minn spyrði hvað orðið hefði um Lóu (ég er viss um að hann er farinn að kalla hana eitthvað) segði ég bara: "Ó! Hún hefur örugglega bara dottið niður. Ég heyrði einmitt lágt vein áðan." Ég á samt ekki von á að ég þori að taka af skarið. Rökin um að við séum öll sköpun Guðs og höfum sama rétt til að lifa eru nefnilega svo sannfærandi, jafnvel þótt þau séu borin fram yfir ilmandi lambasteik. Þar sem ekkert ætilegt er á köngulóm og ekki hægt að nýta af þeim ullina er vafalaust fallegt að leyfa þessu að lifa þar til tekur að frysta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Maðurinn minn hefur eignast vinkonu. Hún er áttfætt, lítil og loðin, var einu sinni mjó en er nú feit. Hún er í stuttu máli sagt ógeðsleg köngulóin sem hefur strengt vef sinn fyrir utan eitt horn eldhúsgluggans svo ég þori varla að líta af uppvaskinu. Gerist ég svo huguð er eins og paddan hafi alla Perluna í greip sinni. Ég hef hreyft við því að fá að drepa hana en það vill maðurinn minn ekki heyra minnst á. Rökin eru eitthvað á þá leið að köngulóin eigi rétt á að fá að lifa og hún sé, rétt eins og við, sköpun Guðs. Þetta hljómar eins og ég hafi beðið um að fá að tortíma einhverjum nágrannanna en þetta er nú einu sinni bara padda. Þegar ég var 19 ára gömul starfaði ég á gistiheimili í Frakklandi. Ég þreif herbergin og varð að ryksuga reiðinnar býsn af köngulóm. Einhvern veginn vandist ég viðbjóðinum og fannst sjálfsagt að langleggjaðar pöddurnar hyrfu inn í ryksugubarkann. Það yrði ekki jafnauðvelt að ryksuga þá sem haft hefur sumardvöl utan á húsinu mínu. Talsverða fimi þyrfti til að ná til hennar og hana hef ég ekki til að bera. Og eins og ég hef sagt, þá tekur maðurinn minn það ekki í mál. Sköpun Guðs og allt það. Köngulóin situr í miðju vefsins og hreyfir sig ekki svo heitið geti. Stundum fær hún þó heimsóknir. Vesælar flugur eiga það nefnilega til að festa sig í vefnum og köngulóin lætur líkin standa uppi nokkra hríð áður en hún leggur þau sér til munns. Maðurinn minn kallar á son okkar svo hann geti fylgst með atganginum og lýsir því sem fyrir augu ber á ákaflega Attenborough-legan hátt. Auðvitað er þetta bara þrælógeðslegt og ég ætti að vera löngu búin að panta meindýraeyði til að hnoða köngulóna saman í eldhúsþurrku og sturta henni niður. Þegar maðurinn minn spyrði hvað orðið hefði um Lóu (ég er viss um að hann er farinn að kalla hana eitthvað) segði ég bara: "Ó! Hún hefur örugglega bara dottið niður. Ég heyrði einmitt lágt vein áðan." Ég á samt ekki von á að ég þori að taka af skarið. Rökin um að við séum öll sköpun Guðs og höfum sama rétt til að lifa eru nefnilega svo sannfærandi, jafnvel þótt þau séu borin fram yfir ilmandi lambasteik. Þar sem ekkert ætilegt er á köngulóm og ekki hægt að nýta af þeim ullina er vafalaust fallegt að leyfa þessu að lifa þar til tekur að frysta.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun