Fótbolti

Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik gegn Espanyol fyrr á leiktíðinni.
Eiður Smári í leik gegn Espanyol fyrr á leiktíðinni. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Bæði Andrés Iniesta og Deco misstu af síðasta leik Barcelona vegna meiðsla og eru því á bekknum, rétt eins og Thierry Henry og Lionel Messi.

Barcelona mætir Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og því ekki ólíklegt að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, vilji hvíla einhverja af sínum sterkustu leikmönnum fyrir leikinn.

Engu að síður er Barcelona með sterkt byrjunarlið í dag enda þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ef liðið ætlar sér að eiga minnsta möguleika á spænska meistaratitlinum.

Byrjunarlið Barcelona: Valdes; Zambrotta, Puyol, Milito, Sylvinho; Xavi, Toure, Eiður Smári; Eto'o, Bojan, Giovani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×