Hæfileikar, fegurð og fágun 6. nóvember 2008 06:30 Hljómsveitin Hjaltalín fær góða dóma á erlendum tónlistarsíðum fyrir plötu sína Sleepdrunk Seasons. mynd/leó stefánsson Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós," segir í umsögninni. Líkir gagnrýnandi sveitinni við The Arcade Fire á byrjunarárum sínum, bresku sveitina Elbow og bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens. „Þrátt fyrir að vera nánast óþekkt utan Reykjavíkur hefur Hjaltalín hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Ef Sleepdrunk Seasons er bara byrjunin gæti útkoman orðið frábær eftir þrjár til fjórar plötur til viðbótar." Tónlistarsíðan New-Noise gefur Hjaltalín einnig mjög góða dóma og segir að Sleepdrunk Seasons sé snilldar poppskífa. „Hjaltalín blandar saman rokki, raftónlist, fallegum melódíum og þjóðlagatónlist á hjartnæman hátt." Gagnrýnandinn bætir við: „Í ljósi efnahagsástandsins vonast íslensk stjórnvöld líklega til að Hjaltalín feti í fótspor Sigur Rósar og komi með gjaldeyri inn í landið. Ef þessi hljómsveit á eftir að ná vinsældum þá gerir hún það með fegurð og fágun að leiðarljósi." Sleepdrunk Seasons hefur verið framleidd í sjö þúsund eintökum og hefur hún þegar náð gullsölu hér á landi. Erlendis hefur henni verið dreift í tvö þúsund eintökum, sem er vitaskuld dágóður árangur fyrir þessa ungu og efnilegu sveit. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós," segir í umsögninni. Líkir gagnrýnandi sveitinni við The Arcade Fire á byrjunarárum sínum, bresku sveitina Elbow og bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens. „Þrátt fyrir að vera nánast óþekkt utan Reykjavíkur hefur Hjaltalín hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Ef Sleepdrunk Seasons er bara byrjunin gæti útkoman orðið frábær eftir þrjár til fjórar plötur til viðbótar." Tónlistarsíðan New-Noise gefur Hjaltalín einnig mjög góða dóma og segir að Sleepdrunk Seasons sé snilldar poppskífa. „Hjaltalín blandar saman rokki, raftónlist, fallegum melódíum og þjóðlagatónlist á hjartnæman hátt." Gagnrýnandinn bætir við: „Í ljósi efnahagsástandsins vonast íslensk stjórnvöld líklega til að Hjaltalín feti í fótspor Sigur Rósar og komi með gjaldeyri inn í landið. Ef þessi hljómsveit á eftir að ná vinsældum þá gerir hún það með fegurð og fágun að leiðarljósi." Sleepdrunk Seasons hefur verið framleidd í sjö þúsund eintökum og hefur hún þegar náð gullsölu hér á landi. Erlendis hefur henni verið dreift í tvö þúsund eintökum, sem er vitaskuld dágóður árangur fyrir þessa ungu og efnilegu sveit.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“