Fínt að vera á sjónum í kreppunni Sara McMahon skrifar 15. júlí 2008 00:01 Fanturinn hvílir bassann Þröstur Jónsson, fyrrum basaleikari í Mínus, sækir nú sjó fyrir austan. Hann fagnar þrítugsafmæli sínu síðar í mánuðinum en segist ekki munu halda upp á afmælið með látum. Hann drekki enda ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat. Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í heyskap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á togaranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og segist oft grípa til gítarsins á sjónum. „Ég er bara í pásu frá tónlistinni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjónum í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerður út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri daginn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þungarokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráðlega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu meðlimi Merzedes Club að sjómennskunni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafanturinn að lokum. Eistnaflug Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í heyskap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á togaranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og segist oft grípa til gítarsins á sjónum. „Ég er bara í pásu frá tónlistinni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjónum í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerður út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri daginn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þungarokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráðlega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu meðlimi Merzedes Club að sjómennskunni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafanturinn að lokum.
Eistnaflug Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira