Vannýtt auðlind Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 24. nóvember 2008 08:59 Hin alltumlykjandi kreppa hefur nú eitrað tilveruna í margar vikur. Hvarvetna getur að líta sökudólga sem eiga það helst sameiginlegt að vera steinhissa á alls kyns ásökunum því tilgangur þeirra hafi svo sannarlega verið góður. Þeir vilji öllum vel og finnst ómaklega að sér vegið. Það sem orkaði tvímælis í viðskiptaháttum hafi annaðhvort verið helber tilviljun eða allavega gert af góðum hug. Ef ég væri ekki svona harðsvíruð þætti mér vitnisburðurinn oft á tíðum mjög sannfærandi. Þegar ógnin um skort á lífsnauðsynjum er jafn nálægt fjölda fólks og nú, er hætt við að önnur aðkallandi verkefni þjóðfélagsins verði undir. Mikilvæg mál eins og jafnrétti kynjanna og barnavernd sem í góðæri áttu undir högg að sækja lenda nú enn þá aftar á forgangslista umræðunnar. Þó eru það þessi mál sem fremur skilgreina þroskastig þjóðar en flest önnur. Málþingi um jafnrétti sem halda átti í byrjun nóvember var frestað fram yfir áramót undir því yfirskini að málefnið væri svo þýðingarmikið að ekki mætti hætta á að það lenti undir í umræðu um efnahagsmál. Ef jafnrétti kynjanna er mikilvægt í raun og veru en ekki bara til uppfyllingar þegar ekki er um neitt annað að tala, hefði auðvitað átt að hampa því enn frekar. Fyrir utan sérlega baráttuhópa hefur almenn umræða um jafnréttismál verið lítil og lin. Oftsinnis endar hún á þeirri gömlu staðhæfingu að í raun snúist þetta alls ekkert um kyn. Konur séu svo sannarlega ekkert betri en karlar. Því til sönnunar hafi kona ein þegið laglega upphæð við starfslok í stórfyrirtæki fyrir nokkrum árum og önnur sé í vandræðum vegna hlutabréfakaupa í bankanum sem hún nú stýrir. Reyndar er ég sammála því að konur eru ekki sjálfkrafa betri en karlar. Ef kynjaskipting í ábyrgðarstöðum þjóðfélagsins væri sérlegur hæfniskvarði mætti hins vegar draga þá ályktun að þær væru mun verri. Þau okkar sem hneigjast til jafnréttis geta því væntanlega verið sammála um að þetta snúist nefnilega um kyn. Einmitt núna er þjóðinni mikilvægt að leita í eigin kjarna að nýjum gildum, viðhorfum og lífsreynslu til að efla okkur og finna lausnir. Skyldleikaræktun framagosa er fullreynd, við þurfum á kröftum beggja kynja að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Hin alltumlykjandi kreppa hefur nú eitrað tilveruna í margar vikur. Hvarvetna getur að líta sökudólga sem eiga það helst sameiginlegt að vera steinhissa á alls kyns ásökunum því tilgangur þeirra hafi svo sannarlega verið góður. Þeir vilji öllum vel og finnst ómaklega að sér vegið. Það sem orkaði tvímælis í viðskiptaháttum hafi annaðhvort verið helber tilviljun eða allavega gert af góðum hug. Ef ég væri ekki svona harðsvíruð þætti mér vitnisburðurinn oft á tíðum mjög sannfærandi. Þegar ógnin um skort á lífsnauðsynjum er jafn nálægt fjölda fólks og nú, er hætt við að önnur aðkallandi verkefni þjóðfélagsins verði undir. Mikilvæg mál eins og jafnrétti kynjanna og barnavernd sem í góðæri áttu undir högg að sækja lenda nú enn þá aftar á forgangslista umræðunnar. Þó eru það þessi mál sem fremur skilgreina þroskastig þjóðar en flest önnur. Málþingi um jafnrétti sem halda átti í byrjun nóvember var frestað fram yfir áramót undir því yfirskini að málefnið væri svo þýðingarmikið að ekki mætti hætta á að það lenti undir í umræðu um efnahagsmál. Ef jafnrétti kynjanna er mikilvægt í raun og veru en ekki bara til uppfyllingar þegar ekki er um neitt annað að tala, hefði auðvitað átt að hampa því enn frekar. Fyrir utan sérlega baráttuhópa hefur almenn umræða um jafnréttismál verið lítil og lin. Oftsinnis endar hún á þeirri gömlu staðhæfingu að í raun snúist þetta alls ekkert um kyn. Konur séu svo sannarlega ekkert betri en karlar. Því til sönnunar hafi kona ein þegið laglega upphæð við starfslok í stórfyrirtæki fyrir nokkrum árum og önnur sé í vandræðum vegna hlutabréfakaupa í bankanum sem hún nú stýrir. Reyndar er ég sammála því að konur eru ekki sjálfkrafa betri en karlar. Ef kynjaskipting í ábyrgðarstöðum þjóðfélagsins væri sérlegur hæfniskvarði mætti hins vegar draga þá ályktun að þær væru mun verri. Þau okkar sem hneigjast til jafnréttis geta því væntanlega verið sammála um að þetta snúist nefnilega um kyn. Einmitt núna er þjóðinni mikilvægt að leita í eigin kjarna að nýjum gildum, viðhorfum og lífsreynslu til að efla okkur og finna lausnir. Skyldleikaræktun framagosa er fullreynd, við þurfum á kröftum beggja kynja að halda.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun