Fjallabræður sigla til Færeyja 7. febrúar 2009 03:30 Tónleikar á síðustu menningarnótt en nú eru það Færeyjar sem bíða, G-festival í sumar. Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. „Rokk og ról. Þetta er „on". Við erum fyrsta íslenska bandið bókað á G-festival í ár sem er seinnipartinn í júlí," segir Halldór Gunnar Pálsson, stofnandi og kórstjóri Fjallabræðra. Fjallabræður hafa vakið mikla athygli að undanförnu fyrir kröftugan kórsöng við rokkað undirspil. Og nú hefur stefnan verið tekin á Færeyjar á tónleikahátíðina G-festival. Fjallabræður tóku nýverið upp lag sem þeir gáfu Færeyingum sem þakklætisvott fyrir fjárframlög Færeyinga til Íslendinga þegar bankahrunið var í október á síðasta ári. Halldór segir þá Fjallabræður, sem kenndir eru við Flateyri, tengjast Færeyingum órofa böndum. Eftir snjóflóðið á Flateyri árið 1995 gáfu Færeyingar þorpinu leikskóla - hafa reyndar alltaf boðið fram aðstoð sína fyrstir þjóða þegar á bjátar svo sem eftir gos í Eyjum og snjóflóð í Súðavík. „Þetta er ekki frændþjóð heldur bræðraþjóð. Alltaf tilbúin án skuldbindinga að hjálpa til. Ef ég sé Færeying í vanda þarf ég ekki að hugsa mig um. Þetta kemur frá hjartanu, þannig er það," segir Halldór. Fjallabræður skunduðu að Færeyjarstofu í gær og kyrjuðu braginn, lagið sem þeir gefa nú Færeyingum en viðstaddur var meðal annars Elís Poulsen frá færeyska ríkisútvarpinu. Lagið verður til niðurhals á vefsíðu þess. Minni Færeyinga. Átta mínútna langt. „Borgaraleg skylda að þakka Færeyingum með lagi." Fjallabræður urðu til árið 2006 þegar Halldór krafðist þess að karlakór myndi syngja í afmælinu hans. Síðan hafa margir bæst við en kjarninn er frá Flateyri. „Nokkrir Reykvíkingar hafa fengið að vera með en þeir eiga það sameiginlegt að þekkja fjöllin fyrir vestan með nafni og/eða hafa drukkið sig undir borðið á þorrablóti á Vestfjörðum," segir Halldór. Fjallabræður er hreyfing ungra manna ekki síður en hljómsveit. „Við erum sveitalubbar sem þykir vænt um landið okkar og erum kurteisir, auðmjúkir og berum takmarkalausa virðingu fyrir kvenfólki. Stefna kórsins er ekki önnur en að „vera í lagi"." Kórinn er langt kominn með að taka upp fyrstu plötuna sína. „Við erum alveg að verða tilbúnir með hana og hún verður gefin út fljótlega. Lögin eru öll eftir mig með textum eftir Ásgeir Guðmundsson, Geira Rokk, sem er í bandinu. Svo eru tvö tökulög, afi minn syngur forsöng í öðru þeirra, „Afadreng" eftir Sigfús Halldórsson. Það er mikið af afa mínum í þessu bandi." jbg/drg Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. „Rokk og ról. Þetta er „on". Við erum fyrsta íslenska bandið bókað á G-festival í ár sem er seinnipartinn í júlí," segir Halldór Gunnar Pálsson, stofnandi og kórstjóri Fjallabræðra. Fjallabræður hafa vakið mikla athygli að undanförnu fyrir kröftugan kórsöng við rokkað undirspil. Og nú hefur stefnan verið tekin á Færeyjar á tónleikahátíðina G-festival. Fjallabræður tóku nýverið upp lag sem þeir gáfu Færeyingum sem þakklætisvott fyrir fjárframlög Færeyinga til Íslendinga þegar bankahrunið var í október á síðasta ári. Halldór segir þá Fjallabræður, sem kenndir eru við Flateyri, tengjast Færeyingum órofa böndum. Eftir snjóflóðið á Flateyri árið 1995 gáfu Færeyingar þorpinu leikskóla - hafa reyndar alltaf boðið fram aðstoð sína fyrstir þjóða þegar á bjátar svo sem eftir gos í Eyjum og snjóflóð í Súðavík. „Þetta er ekki frændþjóð heldur bræðraþjóð. Alltaf tilbúin án skuldbindinga að hjálpa til. Ef ég sé Færeying í vanda þarf ég ekki að hugsa mig um. Þetta kemur frá hjartanu, þannig er það," segir Halldór. Fjallabræður skunduðu að Færeyjarstofu í gær og kyrjuðu braginn, lagið sem þeir gefa nú Færeyingum en viðstaddur var meðal annars Elís Poulsen frá færeyska ríkisútvarpinu. Lagið verður til niðurhals á vefsíðu þess. Minni Færeyinga. Átta mínútna langt. „Borgaraleg skylda að þakka Færeyingum með lagi." Fjallabræður urðu til árið 2006 þegar Halldór krafðist þess að karlakór myndi syngja í afmælinu hans. Síðan hafa margir bæst við en kjarninn er frá Flateyri. „Nokkrir Reykvíkingar hafa fengið að vera með en þeir eiga það sameiginlegt að þekkja fjöllin fyrir vestan með nafni og/eða hafa drukkið sig undir borðið á þorrablóti á Vestfjörðum," segir Halldór. Fjallabræður er hreyfing ungra manna ekki síður en hljómsveit. „Við erum sveitalubbar sem þykir vænt um landið okkar og erum kurteisir, auðmjúkir og berum takmarkalausa virðingu fyrir kvenfólki. Stefna kórsins er ekki önnur en að „vera í lagi"." Kórinn er langt kominn með að taka upp fyrstu plötuna sína. „Við erum alveg að verða tilbúnir með hana og hún verður gefin út fljótlega. Lögin eru öll eftir mig með textum eftir Ásgeir Guðmundsson, Geira Rokk, sem er í bandinu. Svo eru tvö tökulög, afi minn syngur forsöng í öðru þeirra, „Afadreng" eftir Sigfús Halldórsson. Það er mikið af afa mínum í þessu bandi." jbg/drg
Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira