Fótbolti

Atletico skellti Barcelona í frábærum leik

Forlan og Aguero fóru mikinn hjá Atletico í frábærum knattspyrnuleik í kvöld
Forlan og Aguero fóru mikinn hjá Atletico í frábærum knattspyrnuleik í kvöld AFP

Forskot Barcelona á toppi spænsku deildarinnar er nú aðeins fjögur stig eftir að liðið tapaði 4-3 fyrir Atletico Madrid í frábærum knattspyrnuleik í kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld og komst liðið í 2-0 á útivelli með mörkum frá Henry og Messi eftir hálftíma leik.

Heimamenn höfðu þá farið illa með nokkur góð færi, en brutu loks ísinn á 32. mínútu þegar Diego Forlan skoraði glæsilegt mark.

Staðan var 2-1 fyrir Barcelona í hálfleik og Argentínumaðurinn Sergio Aguero jafnaði metin fyrir heimamenn á 56. mínútu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á ný á 72. mínútu eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára, en lokaspretturinn kom frá heimamönnum.

Diego Forlan jafnaði fyrir Atletico úr vítaspyrnu á 80. mínútu og það var svo hinn magnaði Aguero skoraði svo sigurmarkið á 89. mínútu.

Real Madrid vann í gær 2-0 sigur á Espanyol og hefur hlotið 56 stig, en Barcelona er enn á toppnum með 60 stig.

Atletico Madrid 4-3 Barcelona

0-1 Henry (19.)

0-2 Messi (31.)

1-2 Forlan (32.)

2-2 Aguero (56.)

2-3 Henry (72.)

3-3 Forlan (80. vsp)

4-3 Aguero (89.)

Staðan á Spáni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×