Hjaltalín seinkar plötuútgáfu Freyr Bjarnason skrifar 15. ágúst 2009 10:00 Hljómsveitin Hjaltalín við upptökur á annarri plötu sinni, sem kemur líklega út á næsta ári. Vísir/Anton Ólíklegt er að önnur plata Hjaltalín líti dagsins ljós á þessu ári. „Það er ekki búið að negla það niður en það er allt eins líklegt að hún komi út á næsta ári,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Nánast öruggt er að platan komi ekki út í október eins og talið var í fyrstu. „Hljóðvinnslan hefur gengið mjög vel en þetta er orðið miklu stærra en menn ætluðu sér í upphafi. Menn ætla að sinna þessu gaumgæfilega og frekar gera þetta vel og örugglega en hratt og illa,“ segir Steinþór. Hjaltalín á fimmtán lög á lager sem hún á eftir að fínpússa. Fari svo að stóra platan komi ekki út á þessu ári verður hugsanlega gefin út EP-plata til að halda aðdáendum sveitarinnar við efnið. Steinþór vill ekki meina að peningavandræði séu ein af ástæðum seinkunarinnar. „Við höfum verið að leggjast í mjög dýr ferðalög en við erum ekkert í neinum vandræðum. Óhagstætt gengi krónunnar hefur vissulega komið niður á okkur á þessum ferðalögum, það er ekkert launungarmál.“ Hjaltalín er núna úti í Þýskalandi á tónleikaferð en í september hægist um hjá sveitinni og þá kemur endanlega í ljós hvort platan verði kláruð á þessu ári eður ei. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, kom út fyrir jólin 2007 við frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings. Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ólíklegt er að önnur plata Hjaltalín líti dagsins ljós á þessu ári. „Það er ekki búið að negla það niður en það er allt eins líklegt að hún komi út á næsta ári,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Nánast öruggt er að platan komi ekki út í október eins og talið var í fyrstu. „Hljóðvinnslan hefur gengið mjög vel en þetta er orðið miklu stærra en menn ætluðu sér í upphafi. Menn ætla að sinna þessu gaumgæfilega og frekar gera þetta vel og örugglega en hratt og illa,“ segir Steinþór. Hjaltalín á fimmtán lög á lager sem hún á eftir að fínpússa. Fari svo að stóra platan komi ekki út á þessu ári verður hugsanlega gefin út EP-plata til að halda aðdáendum sveitarinnar við efnið. Steinþór vill ekki meina að peningavandræði séu ein af ástæðum seinkunarinnar. „Við höfum verið að leggjast í mjög dýr ferðalög en við erum ekkert í neinum vandræðum. Óhagstætt gengi krónunnar hefur vissulega komið niður á okkur á þessum ferðalögum, það er ekkert launungarmál.“ Hjaltalín er núna úti í Þýskalandi á tónleikaferð en í september hægist um hjá sveitinni og þá kemur endanlega í ljós hvort platan verði kláruð á þessu ári eður ei. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, kom út fyrir jólin 2007 við frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings.
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira