Hugsjónir og raunsæi Jón sigurðsson skrifar 18. september 2009 06:00 Best fer á því í stjórnmálum að saman fari hugsjónir og raunsæi, reynsla og nýjabrum. Störf Alþingis á liðnu sumri urðu merkileg kennsla um afleiðingar þess þegar hugsjónagleði gengur alveg fram af reynslu og raunsæi. Ótrúlegur misskilningur kom fram um samskipti löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Það virtist hafa gleymst að ríkisstjórnin er í reynd aðeins framkvæmdanefnd Alþingis enda er þingræði undirstaða í stjórnkerfi landsins. Vegna þessa misskilnings héldu sumir þingmenn að uppreisn í þingflokki Vinstri grænna gegn eigin ríkisstjórn í Icesave-málinu væri einhvers konar „sigur þingræðisins" og einhvers konar „áfangi" í þróun lýðræðis. Uppreisnin meðal Vinstri grænna út af Icesave stafar að öllum líkindum einfaldlega af því að ríkisstjórnin lét undir höfuð leggjast þá mikilvægu vinnureglu að kynna og ræða öll þingmál fyrst í eigin þingflokkum, rækilega lið fyrir lið og gefa þingmönnunum þá tækifæri til spurninga, athugasemda og andmæla. Þetta er beinlínis eitt megineinkenni þingræðis: að stjórnarliðið fær fyrst tækifæri áður en mál eru lögð fram á þingi opinberlega. Þarna birtist þá forræði Alþingis og á þessum grundvelli er leitað samkomulags og samstöðu í stjórnarliðinu áður en mál eru látin ganga lengra fram. Leiðtogi Vinstri grænna hefur að miklu leyti staðið sig aðdáunarlega í starfi ef reynt er að meta frammistöðu hans óháð flokkslit. Steingrímur J. Sigfússon hefur staðfest sig sem samviskusamur og þroskaður raunsæismaður. En í þessum mikilvæga undirbúningi í slíku vandræðamáli mun hann hafa rangmetið stöðuna algerlega. Enn er óvíst um afdrif málsins. Örlög Borgarahreyfingarinnar eru annað dæmi um bjarta hugsjónagleði sem fuðrar upp í reykbólstra þegar hún rekur sig á raunveruleikann og ábyrgðina. Þessi örlög eru að flestu leyti hörmuleg, ekki síst vegna þess að þjóðfélagið hafði þörf fyrir nýstárlega stjórnmálahreyfingu sem gæti vakið athygli á ýmsum þáttum samfélagsmálanna og bent á nýjar leiðir til framtíðar. Ekki skal dregið í efa að góður ásetningur lá að baki - enda þótt því verði ekki neitað að einstaka talsmaður Borgarahreyfingarinnar hafi einkum vakið athygli fyrir skammakjaft og innihaldslitlar fullyrðingar. Nú skiptir miklu að þessir atburðir verði ekki til að eyða öllum áhuga meðal almennings á breytingum í stjórnkerfi og lýðræðisskipan þjóðarinnar. Það væri þá illa farið ef mistök hugsjónafólksins unga verða til þess að þjóðin ýti til hliðar öllum tillögum um persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, gegnsæi í stjórnsýslu eða um önnur álíka athyglisverð og tímabær nýmæli. Reynslan hefur orðið sú á þessu ári að stofnanir Lýðveldisins Íslands standast þá áraun sem orðið hefur. En við eigum ekki aðeins að fjalla um nýstárlegar hugmyndir og skemmtilegar hugsjónir þegar fokið er í öll skjól. Við eigum einmitt að bregða á slík ráð þegar við getum virkilega valið og hafnað. Og þá er skynsamlegt að muna hve samspil hugsjóna og raunsæis skiptir miklu. Og ekki er verra að ráðamenn minnist þess að Alþingi hefur skipt sköpum um farsæld þjóðarinnar - einmitt vegna þess að þar hefur verið forræði og forysta fyrir málum Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun
Best fer á því í stjórnmálum að saman fari hugsjónir og raunsæi, reynsla og nýjabrum. Störf Alþingis á liðnu sumri urðu merkileg kennsla um afleiðingar þess þegar hugsjónagleði gengur alveg fram af reynslu og raunsæi. Ótrúlegur misskilningur kom fram um samskipti löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Það virtist hafa gleymst að ríkisstjórnin er í reynd aðeins framkvæmdanefnd Alþingis enda er þingræði undirstaða í stjórnkerfi landsins. Vegna þessa misskilnings héldu sumir þingmenn að uppreisn í þingflokki Vinstri grænna gegn eigin ríkisstjórn í Icesave-málinu væri einhvers konar „sigur þingræðisins" og einhvers konar „áfangi" í þróun lýðræðis. Uppreisnin meðal Vinstri grænna út af Icesave stafar að öllum líkindum einfaldlega af því að ríkisstjórnin lét undir höfuð leggjast þá mikilvægu vinnureglu að kynna og ræða öll þingmál fyrst í eigin þingflokkum, rækilega lið fyrir lið og gefa þingmönnunum þá tækifæri til spurninga, athugasemda og andmæla. Þetta er beinlínis eitt megineinkenni þingræðis: að stjórnarliðið fær fyrst tækifæri áður en mál eru lögð fram á þingi opinberlega. Þarna birtist þá forræði Alþingis og á þessum grundvelli er leitað samkomulags og samstöðu í stjórnarliðinu áður en mál eru látin ganga lengra fram. Leiðtogi Vinstri grænna hefur að miklu leyti staðið sig aðdáunarlega í starfi ef reynt er að meta frammistöðu hans óháð flokkslit. Steingrímur J. Sigfússon hefur staðfest sig sem samviskusamur og þroskaður raunsæismaður. En í þessum mikilvæga undirbúningi í slíku vandræðamáli mun hann hafa rangmetið stöðuna algerlega. Enn er óvíst um afdrif málsins. Örlög Borgarahreyfingarinnar eru annað dæmi um bjarta hugsjónagleði sem fuðrar upp í reykbólstra þegar hún rekur sig á raunveruleikann og ábyrgðina. Þessi örlög eru að flestu leyti hörmuleg, ekki síst vegna þess að þjóðfélagið hafði þörf fyrir nýstárlega stjórnmálahreyfingu sem gæti vakið athygli á ýmsum þáttum samfélagsmálanna og bent á nýjar leiðir til framtíðar. Ekki skal dregið í efa að góður ásetningur lá að baki - enda þótt því verði ekki neitað að einstaka talsmaður Borgarahreyfingarinnar hafi einkum vakið athygli fyrir skammakjaft og innihaldslitlar fullyrðingar. Nú skiptir miklu að þessir atburðir verði ekki til að eyða öllum áhuga meðal almennings á breytingum í stjórnkerfi og lýðræðisskipan þjóðarinnar. Það væri þá illa farið ef mistök hugsjónafólksins unga verða til þess að þjóðin ýti til hliðar öllum tillögum um persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, gegnsæi í stjórnsýslu eða um önnur álíka athyglisverð og tímabær nýmæli. Reynslan hefur orðið sú á þessu ári að stofnanir Lýðveldisins Íslands standast þá áraun sem orðið hefur. En við eigum ekki aðeins að fjalla um nýstárlegar hugmyndir og skemmtilegar hugsjónir þegar fokið er í öll skjól. Við eigum einmitt að bregða á slík ráð þegar við getum virkilega valið og hafnað. Og þá er skynsamlegt að muna hve samspil hugsjóna og raunsæis skiptir miklu. Og ekki er verra að ráðamenn minnist þess að Alþingi hefur skipt sköpum um farsæld þjóðarinnar - einmitt vegna þess að þar hefur verið forræði og forysta fyrir málum Íslendinga.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun