Senn er sigruð þraut Bergsteinn Sigurðsson. skrifar 6. febrúar 2009 06:00 Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla. Ísland ber sannarlega nafn með rentu þessa dagana, þegar allt snýst um frystikistur, jöklabréf, frystingu eigna og skulda, botnfreðnar lánalínur, köld samskipti við vinaþjóðir og þar fram eftir götunum. Það er léttir að vera laus undan bylnum, þótt það sé napurt. En kuldinn er lævís; Kári þarf ekki að vera í jötunmóð til að smjúga gegnum merg og bein; blóðið sem fyrir skömmu rann ólgandi í æðum þykknar upp og streymir hægar; fætur sem eftir áratuga kyrrstöðu voru farnir að hugsa sér til hreyfings frjósa aftur í sömu sporum. Frostið heldur öllu í sama horfinu; það þarf ekki að æðrast yfir aflatjóni eða harma hlutinn sinn þegar allt er í klakaböndum. Það er ekki langt til kosninga en það er brýnt að þeir sem tóku þátt í að magna seiðinn sem knúði þær fram leggist ekki í híði fram í apríl. Nú þegar eru farnar að myndast frostrósir á framrúðu janúarbyltingarinnar. Þeir sem neyddust til að játa sig sigraða fyrir aðeins nokkrum dögum eru farnir að setja sig í kunnuglegar stellingar. Þeir gæta sín vísast á því að sparka fólkinu ekki aftur út; þeir vita að þá neyðist það til að kveikja aftur elda. En meðan fólkið bíður í forstofunni eftir því að verða hleypt inn munu þeir freista þess að opna bakdyrnar og hleypa út hitanum sem safnaðist upp á undanförnum fjórum mánuðum. Þessa aðför þarf að standast. Ekki bíða átekta og leyfa þeim að breyta deiglupottinum í frystiklefa; ekki þiggja hlutskipti kolbítsins; standið keik og berjið klakabrynjuna af jafnóðum og hún myndast. Haldið vöku ykkar og einbeitni til aprílloka. Þá er komið vor. Þá verður ísinn brotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun
Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla. Ísland ber sannarlega nafn með rentu þessa dagana, þegar allt snýst um frystikistur, jöklabréf, frystingu eigna og skulda, botnfreðnar lánalínur, köld samskipti við vinaþjóðir og þar fram eftir götunum. Það er léttir að vera laus undan bylnum, þótt það sé napurt. En kuldinn er lævís; Kári þarf ekki að vera í jötunmóð til að smjúga gegnum merg og bein; blóðið sem fyrir skömmu rann ólgandi í æðum þykknar upp og streymir hægar; fætur sem eftir áratuga kyrrstöðu voru farnir að hugsa sér til hreyfings frjósa aftur í sömu sporum. Frostið heldur öllu í sama horfinu; það þarf ekki að æðrast yfir aflatjóni eða harma hlutinn sinn þegar allt er í klakaböndum. Það er ekki langt til kosninga en það er brýnt að þeir sem tóku þátt í að magna seiðinn sem knúði þær fram leggist ekki í híði fram í apríl. Nú þegar eru farnar að myndast frostrósir á framrúðu janúarbyltingarinnar. Þeir sem neyddust til að játa sig sigraða fyrir aðeins nokkrum dögum eru farnir að setja sig í kunnuglegar stellingar. Þeir gæta sín vísast á því að sparka fólkinu ekki aftur út; þeir vita að þá neyðist það til að kveikja aftur elda. En meðan fólkið bíður í forstofunni eftir því að verða hleypt inn munu þeir freista þess að opna bakdyrnar og hleypa út hitanum sem safnaðist upp á undanförnum fjórum mánuðum. Þessa aðför þarf að standast. Ekki bíða átekta og leyfa þeim að breyta deiglupottinum í frystiklefa; ekki þiggja hlutskipti kolbítsins; standið keik og berjið klakabrynjuna af jafnóðum og hún myndast. Haldið vöku ykkar og einbeitni til aprílloka. Þá er komið vor. Þá verður ísinn brotinn.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun