Dikta skoðar Þýskalandsmarkað Alma Guðmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2009 14:00 Dikta vinnur nú að nýrri plötu sem Sena mun gefa út í haust. „Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika. „Við erum að velta því fyrir okkur að fara til Berlínar. Ég hef aldrei komið þangað en allir sem ég hef talað við bera borginni vel söguna. Þetta er mikil listamannaborg og var náttúrlega höfuðborg lista í Evrópu á sínum tíma," útskýrir Haukur. Dikta er nú að vinna sína þriðju plötu sem kemur út í haust. Aðspurður segir Haukur þá félaga nota öll kvöld og helgar í upptökur, en hann starfar sem læknir á bráðamóttökunni við Hringbraut. Jón Þór Sigurðsson trommari er að ljúka atvinnuflugmannsprófi og þeir Skúli Gestsson bassaleikari og Jón Bjarni Pétursson gítarleikari eru báðir í kennaranámi. Þrátt fyrir miklar annir láta þeir tónleikahald ekki sitja á hakanum. „Við erum að spila á Batteríinu í kvöld ásamt hljómsveitunum Mammút, Agent Fresco og Cliff Clavin. Við verðum í upptökum í dag og á morgun svo við hlaupum bara út úr stúdíóinu til að fara á þetta gigg," segir Haukur. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika. „Við erum að velta því fyrir okkur að fara til Berlínar. Ég hef aldrei komið þangað en allir sem ég hef talað við bera borginni vel söguna. Þetta er mikil listamannaborg og var náttúrlega höfuðborg lista í Evrópu á sínum tíma," útskýrir Haukur. Dikta er nú að vinna sína þriðju plötu sem kemur út í haust. Aðspurður segir Haukur þá félaga nota öll kvöld og helgar í upptökur, en hann starfar sem læknir á bráðamóttökunni við Hringbraut. Jón Þór Sigurðsson trommari er að ljúka atvinnuflugmannsprófi og þeir Skúli Gestsson bassaleikari og Jón Bjarni Pétursson gítarleikari eru báðir í kennaranámi. Þrátt fyrir miklar annir láta þeir tónleikahald ekki sitja á hakanum. „Við erum að spila á Batteríinu í kvöld ásamt hljómsveitunum Mammút, Agent Fresco og Cliff Clavin. Við verðum í upptökum í dag og á morgun svo við hlaupum bara út úr stúdíóinu til að fara á þetta gigg," segir Haukur.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“