Bestu batahorfur í heimi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 2. október 2009 06:00 Sala bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins er nú hafin í tíunda sinn. Sem fyrr helgar félagið októbermánuð baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna en tólfta hver íslensk kona greinist með meinið. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er fjárvana í kjölfar efnahagshrunsins. Í ár rennur því allur ágóðinn af sölu bleiku slaufunnar beint til leitarstarfsins en um 35 þúsund íslenskar konur koma á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ár hvert. Lífslíkur íslenskra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru þær bestu í heimi en 88 prósent þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein hér á landi eru á lífi fimm árum síðar. Leitarstarf Krabbameinsfélagsins gegnir lykilhlutverki í þeim framúrskarandi árangri sem náðst hefur í baráttunni bæði við brjóstakrabbamein og leghálskrabbamein en auk leitarstarfsins stendur Krabbameinsfélagið fyrir þrotlausri fræðslu og hvatningu til kvenna um að nýta sér leitarstarfið. Allar konur á aldrinum 40 til 69 ára eru boðaðar á Leitarstöðina í röntgenmyndatöku á brjóstum á tveggja ára fresti. Þetta er boð sem allar konur ættu að þekkjast því að vitað er að því fyrr sem krabbamein í brjóstum greinist því betri eru lífslíkurnar. Þessi þjónusta Krabbameinsfélagsins mun vera umfangsmeiri en þekkist í öðrum löndum. Auk þess að koma reglulega á Leitarstöðina ættu allar konur að þreifa sjálfar brjóst sín reglulega og vera vakandi fyrir öllum breytingum. Vitund íslenskra kvenna um brjóstakrabbamein og örlátt starf bæði í forvörnum og stuðningi við konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein er raunar til eftirbreytni. Mikið og margvíslegt sjálfboða- og grasrótarstarf er innt af hendi í baráttunni gegn meininu. Samhjálp kvenna er dæmi um þetta. Samhjálp kvenna eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum. Tilgangur samtakanna er meðal annars að veita konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein persónulega ráðgjöf og stuðla að fræðslu og bættri endurhæfingu kvenna eftir meðferð. Öll þjónusta samtakanna er unnin í sjálfboðastarfi. Annað dæmi er styrktarfélagið Göngum saman sem mun nú í október í þriðja sinn veita umtalsvert fé til grunnrannsókna á krabbameini í brjóstum. Markmið félagsins er að safna fé í styrktarsjóðinn og veita því í rannsóknarstarf samhliða því að stuðla að bættri heilsu með því að ganga saman. Starfsemi þessa félags byggir einnig algerlega á sjálfboðaliðum. Leigubílar frá Hreyfli setja sem fyrr svip sinn á bæinn nú í október með fagurbleikum skiltum. Þannig er minnt á yfirstandandi átak en slaufurnar má kaupa hjá bílstjórunum og víða í verslunum og á kaffihúsum. Í ár er markmiðið að selja 45.000 bleikar slaufur. Sala bleiku slaufunnar stendur til 15. október og geta lesendur Fréttablaðsins fylgst með árangri söfnunarinnar á mæli sem birtur er á forsíðu blaðsins dag hvern meðan átakið stendur. Allir geta lagt átakinu lið með því að kaupa og skarta bleikri slaufu og minna með því næsta mann á að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Sala bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins er nú hafin í tíunda sinn. Sem fyrr helgar félagið októbermánuð baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna en tólfta hver íslensk kona greinist með meinið. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er fjárvana í kjölfar efnahagshrunsins. Í ár rennur því allur ágóðinn af sölu bleiku slaufunnar beint til leitarstarfsins en um 35 þúsund íslenskar konur koma á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ár hvert. Lífslíkur íslenskra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru þær bestu í heimi en 88 prósent þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein hér á landi eru á lífi fimm árum síðar. Leitarstarf Krabbameinsfélagsins gegnir lykilhlutverki í þeim framúrskarandi árangri sem náðst hefur í baráttunni bæði við brjóstakrabbamein og leghálskrabbamein en auk leitarstarfsins stendur Krabbameinsfélagið fyrir þrotlausri fræðslu og hvatningu til kvenna um að nýta sér leitarstarfið. Allar konur á aldrinum 40 til 69 ára eru boðaðar á Leitarstöðina í röntgenmyndatöku á brjóstum á tveggja ára fresti. Þetta er boð sem allar konur ættu að þekkjast því að vitað er að því fyrr sem krabbamein í brjóstum greinist því betri eru lífslíkurnar. Þessi þjónusta Krabbameinsfélagsins mun vera umfangsmeiri en þekkist í öðrum löndum. Auk þess að koma reglulega á Leitarstöðina ættu allar konur að þreifa sjálfar brjóst sín reglulega og vera vakandi fyrir öllum breytingum. Vitund íslenskra kvenna um brjóstakrabbamein og örlátt starf bæði í forvörnum og stuðningi við konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein er raunar til eftirbreytni. Mikið og margvíslegt sjálfboða- og grasrótarstarf er innt af hendi í baráttunni gegn meininu. Samhjálp kvenna er dæmi um þetta. Samhjálp kvenna eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum. Tilgangur samtakanna er meðal annars að veita konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein persónulega ráðgjöf og stuðla að fræðslu og bættri endurhæfingu kvenna eftir meðferð. Öll þjónusta samtakanna er unnin í sjálfboðastarfi. Annað dæmi er styrktarfélagið Göngum saman sem mun nú í október í þriðja sinn veita umtalsvert fé til grunnrannsókna á krabbameini í brjóstum. Markmið félagsins er að safna fé í styrktarsjóðinn og veita því í rannsóknarstarf samhliða því að stuðla að bættri heilsu með því að ganga saman. Starfsemi þessa félags byggir einnig algerlega á sjálfboðaliðum. Leigubílar frá Hreyfli setja sem fyrr svip sinn á bæinn nú í október með fagurbleikum skiltum. Þannig er minnt á yfirstandandi átak en slaufurnar má kaupa hjá bílstjórunum og víða í verslunum og á kaffihúsum. Í ár er markmiðið að selja 45.000 bleikar slaufur. Sala bleiku slaufunnar stendur til 15. október og geta lesendur Fréttablaðsins fylgst með árangri söfnunarinnar á mæli sem birtur er á forsíðu blaðsins dag hvern meðan átakið stendur. Allir geta lagt átakinu lið með því að kaupa og skarta bleikri slaufu og minna með því næsta mann á að gera slíkt hið sama.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun